Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 16
126
Putois.
JÐUNN
»Það er mikið satt í því«, sagði Jean Marteau. »En
að vera án sérstakra auðkenna, er sama og að vera
alls ekki. Eg man nú ekki lengur, hver það var, sem
sagði einu sinni: »Eg er sá, sem er*.1) Afsakið, hvað ég
er gleyminn; það er ekki hægt að muna alla skapaða
hluti. En hver sem hann nú var, sem sagði þetta, þá
gerði hann sig sekan um mikla óvarkárni. Þegar hann
gaf í skyn með þessum ógætilegu orðum, að hann væri
sérkennalaus og stæði ekki í sambandi við neitt, lýsti
hann um Ieið yfir, að hann væri ekki til, og máði þannig
sjálfan sig út af tómri léttúð. Ég er viss um, að enginn
hefir heyrt minzt á hann síðan«.
»Ekki er það rétt hjá yður«, svaraði Bergeret. »Hann
bætti úr þeim óheppilegu áhrifum, sem þetta sjálfbirg-
ingshjal hafði, með því að auka við sig heilli halarófu
af lýsingarorðum, og það hefir verið mikið um hann
rætt, reyndar að mestu út í loftið*.
»Þetta skil ég ekki«, sagði Goubin.
»Þess þarf heldur ekki«, svaraði Jean Marteau. Og
síðan bað hann Bergeret að segja frá Putois.
»Það er mjög fallega gert af yður að biðja mig um
það«, svaraði prófessorinn.
»Putois kom í veröldina í Saint-Omer á seinni hluta
nítjándu aldar. Honum hefði verið betra, að hann hefði
vaknað til lífsins í Ardennafjöllunum, eða Broceliande-
skóginum nokkrum öldum áður. Þá hefði hann orðið
illur andi, frábærlega slunginn og sniðugur«.
»Má bjóða yður tebolla, Gaubin?« sagði Pauline.
»Var Putois þá vondur andi?« spurði Jean Marteau.
»Já, vondur var hann«, svaraði Bergeret, »að vissu
leyti var hann vondur, en þó var honum ekki alls góðs
1) 2. Mósebók 3, 14.