Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 19
'IÐUNN
Putois.
129
>Pauline«, sagði ungfrú Zoe í byrstum rómi, »hvað
kemur þetta sögunni af Putois við?«
»Það kemur henni mikið við, frænka góð«.
»Það get ég ekki séð«.
Bergeret hafði ekkert á móti dálitlum útúrdúr í um-
ræðunum, og hann svaraði dóttur sinni:
»Ef allur óréttur hér á jörðu ætti að fá uppreisn,
myndu menn aldrei hafa fundið upp nýjan órétt, þar
sem á að bæta fyrir hinn. Hvernig ættu niðjarnir að
geta dæmt alla hina framliðnu réttlátlega? Ekki er hægt
að yfirheyra þá í þeim skuggaheimi, sem þeir eru horfnir
í. Þegar sá tími kemur, að hægt er að sýna þeim rétt-
:læti, þá gleymast þeir. En geta menn nokkurntíma orðið
réttlátir? Og hvað er réttlæti? ]æja, frú Cornouiller
varð þó að viðurkenna að lokum í eitt skifti, að mamma
hafði ekki gabbað hana, og að ekki var hægt að hafa
hendur í hári Putois.
Hún örvænti þó ekki um að finna hann. Hún spurði
ættingja sína, vini, nágranna, vinnufólkið sitt og búðar-
mennina, hvort þeir þektu Putois. Það voru bara fáeinar
hræður, sem svöruðu því, að þær hefðu aldrei heyrt
um hann getið. Flestum fanst, að þeir hefðu séð hann.
»Eg hefi heyrt nafnið*, svaraði eldabuskan, »en ég get
ekki komið því fyrir mig, hvernig maðurinn sjálfur er í
sjón«. »Putois! Jú víst kannast ég við hann«, sagði karl-
inn, sem sá um viðhaldið á götunum, og klóraði sér á
bak við eyrað. »En ég get ekki sagt um, hvers konar
maður það er«. Ákveðnustu upplýsingarnar komu frá
Blaise liðreiðustjóra. Honum sagðist svo frá, að hann
hefði haft Putois í vinnu til að kljúfa brenni frá 19. til
23. október halastjörnuárið.
Einu sinni fyrir hádegi æddi frú Cornouiller móð og
másandi inn á vinnustofu föður míns. »Nú hefi ég séð
Iöunn XIV. 9