Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 21
IÐUNN
Putois.
131
flokkar, sem heimsóttu garðana þar í grendinni. En í
þetta skifti leit út fyrir, að ekki hefði verið nema einn
um þjófnaðinn, og að hann hefði verið óvanalega slung-
inn. Ekkert sást, er bæri vott um innbrot, og engin
spor sáust á rakri jörðinni. Þjófurinn gat ekki verið
annar en Putois. Lögreglufyrirliðinn var líka á þeirri
skoðun. Og hann hét því all-drýgindalega, að hann
skyldi ekki verða í vandræðum með að góma þann
pilt.
Dagblaðið í Saint-Omer flutti grein um melónurnar
hennar frú Cornouiller og kom með lýsingu á Putois,
eftir þeim upplýsingum, sem fengist höfðu í bænum.
»Hann hefir«, stóð í blaðinu, »lágt enni, augu eins og
þau væru úr gleri, flóttalegt augnaráð, dálitlar hrukkur
kringum gagnaugun, framstæð, rauð og gljáandi kinn-
bein; eyrun á honum eru vansköpuð. Hann var magur,
dálítið lotinn, kraftalítill að sjá, en í rauninni óvenjulega
sterkur. Hann getur hæglega beygt fimmeyring á milli
vísifingurs og þumalfingurs*.
»Það eru gildar ástæður til að ætla«, sagði blaðið,
»að hann sé sekur um miklu fleiri þjófnaði, sem allir
hafa verið framkvæmdir af undraverðum dugnaði*.
Bærinn hugsaði og talaði ekki um annað en Putois.
Einn góðan veðurdag fréttisí, að hann hefði verið grip-
inn og settur í fangelsi. En brátt urðu menn þess vís-
ari, að sá, er þeir höfðu haldið að væri Putois, var al-
manaka-prangari, sem hét Rigobert. Engin sök var
fundin á hendur honum, og því var honum slept eftir
fjórtán mánaða gæzluvarðhald. En Putois lék lausum
hala eftir sem áður. Frú Cornouiller varð fyrir nýjum
þjófnaði, enn þá djarfari en hinum fyrra. Þrjár litlar silf-
urskeiðar voru teknar úr hlaðborðinu hennar.
Hún vissi svo sem auðvitað, að hér hafði Putois aftur