Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 23
IÐUNN Putois. 133 og sú stund kom, að hún gat ekki leynt hrösun sinni. En hún harðneitaði að segja, hver hefði tælt hana. »Hún hét Gudule«, sagði ungfrú Zoe. »]á, hún hét Gudule, og menn héldu að langt og klofið skegg, sem hún bar á hökunni, myndi reynast henni örugg vörn fyrir þeim hættum, sem ástinni fylgja. Skegg, sem óx alt í einu, verndaði jómfrúdóm hinnar guðhræddu, heilögu meyjar, sem er verndardýrlingur Pragborgar, en skegg, sem var talsvert komið til ára sinna, gat þó ekki varðveitt dygðina hennar Gudule. Frú Cornouiller lagði fast að Gudule að segja sér, hvaða þokkapiltur hefði svift hana sakleysi hennar og léti hana nú eiga sig. Gudule grét og sagði ekkert. Bænir og ógnanir komu að engu haldi. Frú Cornouiller setti af stað langa og ítarlega rannsókn. Hún spurði nágranna sína og nábúakonur, kaupmennina og garðyrkjumanninn, götukarlinn og lögregluna spjörunum úr af mikilli kænsku, en komst þó ekki á minstu snoðir um sökudólginn. Hún reyndi aftur að fá Gudule til að meðganga alt saman. »Segðu mér, hver það er. — Það er þér fyrir beztu*. Gudule sagði ekkert. Alt í einu rann upp ljós fyrir frú Cornouiller: »Það er Putois!« Eldabuskan fór að gráta og svaraði ekki. »Það er Putois! Að ég skyldi ekki gizka á það fyr. Það er Putois! Aumingja, vesa- lings stúlkan!« Og frú Cornouiller hélt þeirri sannfæringu óbreyttri, að Putois hefði gert eldabuskuna hennar vanfæra. Allir í Saint-Omer, frá bæjárfógetanum til hundsins, sem fylgdi ljósamanninum, þektu Gudule og körfuna hennar. Þegar það varð hljóðbært, að Putois hefði glapið Gudule, ætl- aði undrunin, aðdáunin og kætin í bænum engan enda að taka. Putois var hafinn til skýjanna fyrir það, hví- líkur voðamaður og snillingur í kvennamálum hann

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.