Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 24
134 Putois. IÐUNN hlyti að vera. Þrátt fyrir nauðalitlar líkur var hann gerður að föður fimm eða sex annara barna, sem fædd- ust þetta sama ár, enda þótt eins gott hefði verið fyrir þau að láta það ógert, þegar litið er á, hvaða gleði þau áttu í vændum og hvílíka ánægju þau færðu mæðrum sínum. Meðal þeirra, sem talið var að hefðu hrasað, af því að þær hefðu ekki getað staðist Putois, voru til- greindar: vinnukonan hjá veitingamanninum á »Sjó- mannakránni«, stúlka, sem kom með brauð í bæinn á morgnana, og litla stúlkan með herðakistilinn frá Pont Biquet. »Þvílíkt kvikindi!« æptu kerlingarnar. Og nú voru allar ungar stúlkur í þeim háska staddar, að geta þá og þegar fallið fyrir þessum ósýnilega satýr, og það í bæ, þar sem stúlkurnar höfðu altaf verið still- ingin sjálf, eftir því sem gamla fólkið sagði. En á meðan að hann gerði allan þennan usla í bæn- um og nágrenninu, var hann tengdur við heimili okkar með ótal ósýnilegum böndum. Hann gekk fram hjá hlið- inu okkar, og stundum var haldið að hann hefði klifrað yfir múrinn kringum garðinn. Aldrei sást hann augliti til auglitis. En sífelt vorum við að sjá skuggann hans eða finna sporin hans eða heyra róminn hans. Oftar en einu sinni héldum við, að við hefðum séð aftan á hann í rökkrinu, þar sem bugða var á veginum. Hann breyttist dálítið í augum okkar systkinanna. Hann var altaf slæmur og hrekkjóttur, en hann fékk á sig blæ af barnslegri einfeldni. Hann varð óraunverulegri og skáldlegri, ef ég má svo að orði komast. Hann lenti í þeim græzkulausa hóp, sem lifir og hrærist í barnasögunum og komst í sveit með Jólasveinunum, Lepp og Skrepp og þess háttar körlum. Hann var ekki vættur af því tagi, sem fléttar saman töglin á hestunum á nóttunni; hann var reyndar nógu glettinn til þess, en það var of lítill sveitabragur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.