Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 28
IÐUNN Um tregðu. i. Sá, sem þetta ritar, hefir eitt sinn drepið á það áður í þessu tímariti, að Islendingar, er erlendis búi, en reyni að fylgjast með því, sem ritað sé á íslandi, venjist á að lesa með öðrum hætti en þeir, sem nær standa. Ein ástæðan til þessa er vafalaust sú, að íslendingum, sem búa innan um aðrar þjóðir og sífelt eru að lesa á öðr- um tungum, er svölun í því að lesa mál íslenzkra manna. Þeir taka fyrst verulega eftir þorsta sínum, þegar þeii ná að teiga það, sem vel er sagt á íslenzku. En hér kemur og annað til greina. Lesandinn erlendis tekur sérstaklega eftir því, er fram koma, ef til vill úr ýmsum áttum, hugsanir og orðasambönd, sem naumast voru til í ritum, meðan hann dvaldi heima. Hann hefir ekki skilyrði nálægðarinnar og kunnugleikans til þess að skilja, hvernig á því standi, að þetta skuli hafa sproltið upp, en sú staðreynd örvar aftur umhugsun hans, sem oft og tíðum leiðir hann inn á næsta ólíkar leiðir þeim, er rithöfundarnir, sem hann hefir verið að lesa eftir, hafa verið á. Ein slík hugsun verður gerð að umtalsefni hér. Svo er að sjá, sem allmargir menn, er í tímarit og blöð skrifa á Islandi, séu að leita fyrir sér að skýringum á sumum hinum meiriháttar fyrirbrigðum mannlífsins í ljósi eins eða tveggja orða. Þeir sjá baráttu mannlegs lífs sem togstreitu milli »framsóknar« og »tregðu«. Þessi orð, og þó einkum hið síðara, koma svo oft fyrir í máli manna á síðari tímum, að tilviljun ein getur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.