Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 31
:iðunn Um tregðu. 141 kvæði hans eru ekki sízt fræg fyrir það, hversu óhlífn- islega hann gat komist að orði. En hann sagði eitthvað á þessa leið: »Ef guð er ti), og ef það skyldi eiga ein- hvern tíma fyrir mér að liggja að kynnast honum, þá ætla ég því að eins að fyrirgefa honum stjórnina á heim- inum, að hann mæli við mig á þessa leið: Vinur minn, ég veit að margt hefir farið aflaga hjá mér, en þú mátt trúa því, að ég gerði eins vel og mér var unt«. Vmsum finst þetta að sjálfsögðu dálítið undarlegur og óvenjulegur hugsunarháttur. Og víst er um það, að hugs- unin er hér sett á oddinn á þann hátt, sem fáum leyf- ist nema skáldum. En þó er sannleikurinn sá, að þetta er ekkert óvenjulegur hugsunarháttur að neinu nema forminu. Alt frá alda öðli hafa menn verið að reyna að samríma í huga sínum trú sína á andlegan mátt yfir heiminum við þá staðreynd, hve margt færi þó á svo ólíka lund því, sem mannlegur útreikningur þættist full- yrða mega að væri ákjósanlegt. Og um margar aldir var sú lausn því nær einvöld, að mátturinn, sem réði atvikum og stefnu heimsins, væri ekki einn, heldur tvenskonar: ilt afl og gott. Hinn undarlegi fallandi í til- verunni, er stundum brytist hið góða út og væri þess á milli kæft, speki og fásinna skifíust á, góðleikur og mannvonzka glímdu, gæfa og hörmung yrði ýmist ofan á, stafaði af því, að máttur þess illa og góða væri því sem nær jafn, þótt því væri hinsvegar einnig trúað, að hið góða mundi að síðustu bera sigur úr býtum og steypa hinu illa til undirheima, en þaðan mundi það síðan ekki eiga afturkvæmt. Nú er það hverju orði sannara, sem Þorsteinn Erlings- son bendir á, að Kölski er kominn á eftirlaun í kristn- um heimi. Það er á allra vitund, að hugsunin um djöful er því nær alveg að hverfa úr hugmyndaheimi hvítra

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.