Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 33
IÐUNN
Um tregðu.
143
alveg eins við um andleg efni sem líkamleg. Það sé
>líf«-Ieysið — aldeyfa efnisins, er einn þeirra nefnir svo
— þunginn í hinni dauðu náttúru, sem geri svo örðugt
fyrir með allar framfarir, allan gróanda, eins og það sé
tregðan, viðspyrnan, t. d. á móti sannleikanum, sem því
valdi, að mennirnir vitkast seint og illa.
III.
Nú er það ekki tilgangurinn með línum þessum að
gera neinskonar tilraun til þess að meta gildi tvíhyggju
sem skýringar á metafýsiskum efnum. Það skal með öllu
látið liggja milli hluta, hvort rökin séu meiri eða minni
fyrir slíkri skoðun. Hitt er lesandinn beðinn að hugleiða,.
hvort hugsunin um tregðu varpi nokkru ljósi yfir almenn
viðfangsefni mannanna, og hvert sú birta bendi, sé
hún nokkur.
Hvað er tregða?
Fyrir utan húsið, sem ég dvel í, stendur bíll á göt-
unni. Færi ég út og reyndi að ýta honum af stað, gengi
það treglega — það er tregða í bílnum. Væri hinsvegar
vélin sett af stað, þá vitum vér, að hún þarf að beita
meiru afli í fyrstu, heldur en eftir að hún væri alveg
komin af stað og rynni með jöfnum hraða. Eftir að svo
er komið, þarf vélin ekki fyrir öðru að hafa en að upp-
hefja mótstöðu loftsins og núningsmótstöðu jarðarinnar.
Þegar kraftur vélarinnar er jafn-mikill og þetta hvort-
tveggja, rennur bíllinn áfram og til eilífðar með jöfnum
hraða. En hvað er það, sem ýtir þá bílnum áfram, ef
vélin gerir nú ekki meira en að upphefja núningsmót-
stöðu götunnar og mótstöðu vindarins? Það er ekkert
annað en »tregðan< í bílnum. Það er sama aflið, sem
lætur bílinn hreyfast áfram með jöfnum hraða, og aflið,
sem gerði svo erfitt fyrir, er vér ætluðum að ýta hon-