Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 35
-1ÐUNN Um tregðu. 145 Vafamál er, hvort mönnum hefir tekist að setja betur fram ást sína og tilbeiðslu á fegurðinni í margvíslegum myndum hennar, heldur en í líkneskjum myndhöggvar- anna. Enda eru þeir ekki fáir, sem telja högglistina æðsta allra lista. Nú má geta nærri, hvort listamannin- um er ekki mikilsvert að fá sem allra fullkomnastan miðil, sem á að flytja hugsanir hans og tilfinningar. Hvert handbragð getur orðið til þess að skýra eða dylja það, sem hann ætlast til að brjótist út í verki hans. Því skyldu menn ætla, að hann veldi það efnið, sem minst væri tregðan í, efni, sem hann gæti fyrirhafnar- lítið sveigt til í höndum sér og látið skilyrðislaust hlýðn- ast sínum vilja. En hvað gerir hann? Hann velur einn tregasta, harðasta steininn, sem til er í steinaríki jarðar- innar. í stað þess að nota mold, notar hann marmara. (Þessi staðreynd haggast ekkert, þótt hann kunni í upp- hafi að þreifa sig áfram með leir). Hann hefir hundrað sinnum meira fyrir þessu efni en flestu öðru, en hann veit, að efni, sem er tregðulítið, fær ekki haldið mynd- inni; það hnígur saman fyr en varir. Tregðan í marmar- anum er svo mikil, að hún lætur ekki að vilja meistar- ans nema undan hamri og meitli, sem beita verður með frábærri þolinmæði um langan tíma. En eftir að tregðan er yfirunnin, þá varðveitir hún líka það, sem henni er trúað fyrir, um aldir. Hún ber uppi formið, hreint og göfugt, því að staðfestan er svo mikil — eitthvað, sem maður hefir tilhneigingu til þess að kalla göfgi í sjálfu efninu. Og nú er tekið að færast nær sjálfu mannlífinu og því, hvernig þetta horfir við þar. Hvað er það, þegar til kemur, sem veldur því, að það, sem er gott og göf- ugt og háieitt, á svo erfitt með að brjótast út í mann- lífinu og mannlegu félagi? Er það tregða mannanna? Iðunn XIV. 10

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.