Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 36
146 Um tregðu. IÐUNM' Er það viðspyrna þeirra, sem sé svo áköf, að þeim verði ekki ýft úr stað? Er það einhver geigvænlegur þungi í þeim, sem afl alheimsins fái ekki lyft upp? Ég held að það sé þveröfugt. Orðugleikarnir við mennina eru þeir fprst og fremst, að það er svo lítii tregða í þeim. Það er svo lítil tregða í þeim, að engri eða lítilli framsókn verður við komið. Astæðan til þess, að mönnum fer lítið fram vitsmunalega, er vitaskuld sú, að það er eins og sál þeirra sé kvoðukend — ef ég má nota þá líkingu — það vantar í hana viðspyrnuna. Hlutirnir fara, eins og sagt er í daglegu tali, inn um annað eyrað og út um hitt. Það svarar nákvæmlega til tregðuleysisins í mold- arhnaus, sem myndhöggvarinn getur mótað, en ekki látið halda mynd sinni. Hvernig stendur á brestum manna í siðferðilegum efnum? Er það fyrir andstöðu og afneitun þeirra á því að gera rétt? Fjarri því. Það er fyrir þá sök, að það er svo lítill þungi í þeim — þeir sveigjast fyrir þeim öflum, sem að steðja, eins og tregðulaust stráið í vindinum. Þeir geta ekki eignast neina innilega og heita andlega ástríðu eða alvarlega lífsstefnu vegna þess, að þunginn í sálarlífinu er svo lítill, að þeim verður ekki þeytt neitt áfram, hversu mikið afl sem þrýstir á. Alt aflið í Dettifossi (eða almætti heims, mætti bæta við) getur ekki þeytt fjöðrinni lengra en ég með hendi minni, því að það er tregðuna sem vantar, til þess að taka á móti aflinu og spyrna að einhverju leyti við því. Ég hefi ekki alls fyrir löngu lesið ummæli eftir þá menn í brezka heiminum, sem ef til vill hafa haft mesta reynslu í því að leiða almenning í stórum hópum inn á þær brautir, sem þeir álíta farsælastar fyrir þjóð sína. Mennirnir eru Mac Donald, forsætisráðherra, og Snowden,. fjármálaráðherra Breta. Báðir hafa því nær æfina alla verið að fást við að koma verkamönnum í skilning um,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.