Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 37
IÐUNN Um Iregðu. 147 að þeir ættu sameiginlega að halda fram sérstahri stefnu í stjórnmálum og atvinnumálum. Allir vita, að mennirnir hafa báðir fengið áheyrn. Verkamennirnir hafa verið fullir af augnabliks aðdáun og hrifningu. En eftir þá báða hefi ég lesið ummæli, er í sömu átt ganga: örð- ugleikarnir við fólkið eru þeir, hvað það er »létt« í sér — það þarf ekki nema smáatvik fyrir að koma, til þess að sveigja þúsundir manna inn á aðrar brautir, en þær töldu réttar í gær. Með afskaplegri árvekni einni tekst að halda þessum stóru félögum saman, því að þau geta riðlast á því einu, að mennirnir ímyndi sér, að þeir geti fengið fáum pencum meira með því að svíkja það, sem þeir héldu rétt áður að væri sannfæring þeirra. Naumast þarf að taka fram, að þessir örðugleikar eru á engan hátt bundnir við einn flokk manna. Allir flokkar og allir menn, sem einhver áhugamál eiga, fá að kenna á þess- um eigindum. Vmsir mundu vafalaust hafa tilhneigingu til þess að nefna þetta tregðu í mönnunum — þeir væru tregir til þess að sjá sinn eigin hag og framtíðarfarsæld. En það verður ekki með nokkuru móti nefnf því nafni. Það verður ekki nefnt annað en tregðuleysi — það vantar þungann, tregðuna, í sannfæringuna og hugsanalífið yfir höfuð. V. Eg er sannfærður um, að vér komumst lengra að skilningi á vandamálum íslenzku þjóðarinnar með því að feta oss áfram eftir hugsuninni, sem orðið tregða vekur, ef vér lítum á hana í þessu ljósi en hinu, er hún er talin óvinur framsóknarinnar. Tregðan er jákvæður eig- inleiki, en ekki neikvæður. Og sem stendur er þetta eiginleiki, sem þjóðin hefir tilfinnanlega of lítið af. Og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.