Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 40
150 Um tregðu. IÐUNN íslendinga í listum, þá er hitt ekki síður réttmæli, sem gáfaður maður hefir bent á, að kjörvopnin hafa jafnan verið tvíeggjuð — þeim mátti beita til hamingju og hörmungar. Og um þetta kjörvopn á það áreiðanlega við. Þegar kveðskapurinn er taminn og tempraður með að- haldi, viðspyrnu, tregðu vitsmunanna, þá er hann dýr- legur gripur. Þegar þeirri tregðu sleppir, er hann næsta viðsjárverður. Þetta stafar af því, að þrátt fyrir fegurð kveðskapar er aðeins mjótt eiði milli hans og hinna frumstæðustu hvata í sál vorri. Vér verðum þessa varir, er vér hlýðum á kvæði, sem er hályriskt og ekkert nema lyriskt. Hugurinn tekur að dillast eftir hljómi orða, en missir tökin á skýru sam- hengi hugsana. Tregða vitsmunastarfsins leitar undan, en við tekur nautn villimannsins af hrynjandinni. Ef til vill má rekja þetta lengra en til villimannsins. Eins og Sig. Kristófer Pétursson bendir á, í forspjalli að bók sinni, er augljós hrynjandi í allri ytri náttúru — í falli fossins, brimi og föllum sjávar, vindi o. s. frv. Hvað um það, hitt er víst, að hin upprunalega, frumstæðilega hvöt mannsins er að finna hræringum sálar sinnar tjáning í ljóðmæltu hrópi, en ekki í prósa. En fyrir mínum hug- skofssjónum er það svo, að prósa sé uppreist manns- sálarinnar gegn hinni frumstæðilegu fallandi í allri skyn- lausri náttúru. En þessi hvöt nær valdi á oss, þegar vér höfum uppleyst tregðuna í skapi voru. Vér getum fram- kallað þessa upplausn með sérstakri sefjun, sem heitir hrifning eða stemning, eða notað til þess eitur. Ollum er kunnugt um, að mörgum verður næsta létt um að yrkja, þegar vín hefir deyft gáfur þeirra. Samband hugs- ananna verður ekki lengur rökrétt eða skynsamlegt samhengi, heldur fellur starfsemi heilans ofan í hið frum- stæðilega ástand, er hljómur orðanna rennur saman við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.