Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 43
IÐUNN Um tregðu. 153. gera hana að förunaut sínum og félaga á lífsleiðinni. En þá verður spurningin fyrir oss: verður sagt með réttu, að mannlífinu miði hægt áfram? Því, eins og ég hefi bent á, er það einkum vegna þess, að menn svara þeirri spurningu játandi, sem þeim virðist svo mikilsvert að fá einhverja skýringu á aflinu, sem tefji framrásina og þroskann. Eitt er víst í því máli: þúsund ár eru svo stuttur tími^ að ekki verður verulega af honum ráðið um framfarir mannsins sem líftegundar. Vér getum séð ættbálka úr- ættast á miklu skemri tíma, vér getum séð þá þurkast út sökum einhverrar skemdar í tré lífs þeirra, vér get- um séð lifnaðarhætti gjörbreytast, hugsanalífið hverfa inn í nýja farvegi sökum þess, að aðstæður lífsins hafa um- turnast, en vér getum naumast vænst þess að sjá nýja, æðri eiginleika brjótast svo út, að þeir verði taldir afbrigði; sem til meira lífs og æðra horfi. Eða öllu heldur, vér getum séð slík afbrigði koma fram hjá fáum einstakling- um, en rennum blint í sjóinn með getgátur um, hvort þetta muni festast í kyninu eða líftegundinni. Þetta skýrist bezt fyrir manni, þegar athugað er, hve sá tími mannsins, sem sögur fara af, er frábærilega lítill hluti af æfi hans sem líftegundar. Hin eiginlega þroskun mannsins hefir öll farið fram á þeim tíma, sem engar sagnir eru af. Og líffræðingur hlýtur að líta á það sem barnaskap, að fjargviðrast yfir því, að ekki skuli hafa orðið djúptækari breyting en raun ber vitni, á þessu stutta tímabili, sem sagan nær yfir. Fræðimaður ágætur, James Harvey Robinson, hefir sýnt á augljósan og alþýðlegan hátt í ágætri ritgerð,1) 1) The Mind in the Making, Harper and Brothers Publishers, New Vork and London, 1921.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.