Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 55
IÐUNN Tvær stúlkur. 165 Hún gekU fram hjá mér um morguninn klukkan átla og steig ofan á tána á mér eins og herfylking, meðan ég var að kveikja í vindlingi. Síðan leit hún við til þess að gera mig dauðlega óhamingjusaman í hjarta mínu. Hún bað ekki fyrirgefningar, heldur gretti sig til þess að sýna mér fyrirlitningu sína. — Villidýr! hrópaði ég, og það varð til þess, að smá- meyjar hennar litu við og sendu mér tóninn. Hún gretti sig æfinlega framan í mig upp frá þessu, og ég vék úr vegi fyrir henni og hyski hennar, eins og geiíungshreiðri. Sagan um þær skapraunir og svivirðingar, sem þessi vitlausi krakki hefir gert mér, mundu fylla heila bók. Samt vissi ég, að ég bar hærra hlut frá upphafi. Það var hörð barátta. Misræmið milli hinnar hálfgerðu myndar og þessa bráðgerva ástríðulífs var glæpsamlegt að eðli. Hún hafði sett sér fyrir að troða mig sundur, en þegar hið hinsta augnablik var runnið upp yfir örlög okkar á sjónum, og við vissum, að við mundum aldrei framar sjást að eilífu, — þá gugnaði hún, eins og aðrar konur. Lestin, sem flutti hana burt úr lífi mínu, lagði af stað frá Halifax 23. maí 1922, kl. 17,30 — lestin, sem flutti mig einóðan yfir þvera álfuna tíu mínútum síðar. Leiðin liggur til Kyrrahafsins — þangað, sem öll vötn nema staðar. Og hún réttir báðar hendurnar í áttina til mín gegnum vagngluggann, í því er lestin hennar mjakast af stað. Alt í einu eru augu hennar, sem horfa á mig í hinsta sinn, orðin að augum konunnar, hinnar einu sönnu konu. Ég stend við gluggann minn í lestinni hinum megin við stéttina. Þannig hverfur hún mér sýn- um út í hið óskilda: með báðar hendur út réttar í áttina til mín að eilífu ... — Góðan dag. Stúlkan, sem kysti mig, vill rétta mér höndina á ný

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.