Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 58
IÐUNR Hugleiðingar um íslenzkar samtíðarbókmentir. i. Hver er lífæð bókmentanna á íslandi á vorum dög- um, hvar birtist andi tímans bezt, hvar getur glegst a& líta viðleitni vora, baráttuna að skapa úr erlendum vís- indum og innlendum fræðum lifandi heild, að átta oss á vandamálum lífsins, þjóðarinnar, og ráða fram úr þeim? Þessari mikilvægu spurningu er ekki alls kostar auð- svarað. Það er hér ekki auðveldara en ella að meta magn andlegs lífs samtíðarinnar. En að öllu aðgættu kæmi mér ekki á óvart, þó að það reyndust vera tíma- ritin, sem bezt uppfyltu þær kröfur, sem í spurningunni eru faldar. Vissulega má margt að þeim finna — en alt um það gefa þau sýnishorn af flestu því, sem á prent kemst af hugsunum þjóðarinnar. Það er ótrúlega Iítið ógeðfelt að blaða í árgöngum tímaritanna frá t. d. síðasta áratug, og stingur það ekki lítið í stúf við ófátt af hin- um fögru bókmentum. Og skyldi ekki sú staðreynd, hve mörg tímarit eru keypt og lesin í landinu (undarlega mörg), votta það, að þessi bókmentagrein hæfi vel þjóð- inni nú á tímum, en hún hefur mörgu að sinna og lítið tóm til að sitja yfir stórum doðröntum. Ljósar, stuttar greinar, ritaðar á fögru, óbundnu máli — mundi það ekki vera formið, sem nútíðin óskaði eftir? Ef það er ekki í tímaritunum, sem lífrænustu bókment- irnar er að finna, þá veit ég ekki, hvar það er. í blöð- unum er það að minsta kosti ekki, og er líklega varla

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.