Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 59
IDUNN íslenzkar samtíöarbókmentir. 169 von. Þeirra sess er að náttúrunnar lögum neðar, en alt um það ber þau lægra, en búast mætti við. Þau stritast við það, velflest, að skemta skrattanum með því að villa mönnum sýn í stjórnmálum og Iofa þeim að ganga þess duldum, hvað um er að vera með erlendum þjóðum. (Undantekningar, eins og Lögrétta, breyta ekki heildarsvipnum). Ekki sjaldan ber það við, þegar lítið er gert úr einhverju hérlendu, að menn sverja og sárt við leggja, að slíkt þekkist ekki með menningarþjóðunum. Þetta hálf-hjákátlega tal á þó við um blöðin — hic Rhodus, hic salía! Eg er ekki viss um, að annað sé öllu tilfinnanlegra manni, sem fer frá útlöndum til Is- lands, en skortur á góðum blaðakosti, þegar hingað kemur. Dagblöðin vísa leiðina: Kjánalegur stjórnmála- vaðall og fáeinar skýringalausar símfregnir — það á að vera nóg handa lítilþægum almenningi! Oft læðist inn í huga manns efi um það, hve margir blaðamenn það muni eiginlega vera, sem hafi komið sér upp hjálpar- gögnum (svo sem t. d. spjaldskrám) við vinnu sína. — En þótt margt sé illa um blöðin, hæfir ekki að draga af þeim það, sem vel er: Tvö dagblöðin hafa sýnt svo efa- Iausa þekkingu á abyssínskri tungu, að ekki verður orða bundist um það. Þess er heldur ekki von um vísindaritin, að þau séu kjarni bókmentanna. Fyrst er það eðli allrar vísinda- fnensku, að hún er einskonar munkastarfsemi. Það, sem þar gerist markverðast, er vanalega langrar stundar verk, unnið í kyrþei utan við þjóðveginn. Hitt er annað mál, að þess háttar verk geta orðið mikils valdandi, þegar stundir líða. Þetta er um vísindamensku alment. En þar til koma hinar sérstöku ástæður hér á landi, fámenni °9 aðrir erfiðleikar, sem eru á því að stunda hér vís- mdastörf. Þessir erfiðleikar hafa verið mjög alvarlegir á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.