Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 61
dÐUNN íslenzkar samlíÖarbóltmenlir. 171 1ek með eingöngu þá rithöfunda, sem komnir eru fram á þessu tímabili eða í mesta lagi einu-tveimur árum fyr: Það eru þeir, sem setja svip sinn á nútíðarbók- mentirnar. Fjarri sé mér að gera lítið úr þeim góðu mönnum, sem átt hafa sér blómaskeið fyr, en nú eru við aldur og tilheyra, frá bókmentasögulegu sjónarmiði, öðrum tíma. En tíðast eru andlit þeirra orðin oss gamal- kunnug, vér þekkjum þar frá fyrri tímum hvern drátt. Eg minnist ekki, að neinn þeirra sé slíkur Próteus, að hann hafi færst í nýja hami á síðustu árum; sumir, ég nefni sem dæmi Guðmund Friðjónsson, hafa í siðustu ritum skrifað sjálfa sig upp. Hinir yngri menn, sem komið hafa fram eftir styrjaldarlokin, eru aftur hinir sönnu túlkar tímans; með sjálfum sér lýsa þeir tíman- um, með tímanum sjálfum sér. Þeir eru gerendurnir í samtímabókmentunum. Aður en ég tek til óspiltra málanna, vil ég taka það skýrt fram, að gagnrýni mín er ekki reist á neinu skáld- fræðilegu kerfi né neinni bókmentastefnu. Eg hef jafn- vel stundum forðast fræðiorð, sem tíðkast í bókmenta- ritum til að marka höfundum bás, skipa þeim í flokka. Svo nytsöm sem slík orð geta verið í rannsókn á liðn- um tíma — ef rétt er að farið — svo hæpin eru þau um lifandi gróanda nútímans; það þarf ekki sjaldan að vera á varðbergi, að fortíðin villi oss ekki sýn á nú- tímanum. Það, sem hér fer á eftir, eru aðeins bendingar frá manni, sem hefur leitast við að varðveita heiðríkju hugans, leitast við að meta sem réttast alt, sem ágætt er, hverja kreddu sem höfundarnir kynnu að hafa um aðra hluti. Sú gagnrýni, sem hér er gerð, er bundin við stund og stað og persónulegan smekk gagnrýnandans, hún styðst ekki við neina bókmentafræðilega lög- speki. Menn munu segja mér, að ekki tjái um smekk

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.