Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 62
172
íslenzkar samtíðarbókmentir.
IÐUNN'
að deila. ]ú, vissulega: »lífið alt er barátta um smekk*
(Niefzsche).
II.
Mannlífið er náðarsamlega fjölbreytilegt. Hvert einasta
af öllum börnum moldarinnar hlýtur gjafir, sem engum
öðrum hlotnast. Þær gjafir eru furðu ólíkar. Og þó eru
þessar gjafir skapaðar úr sömu frumefnunum: því, sem
ljúft er, og því, sem er leitt. Veraldargæðum, veraldar-
óláni. Andlegum gæðum, andlegu óláni. Hvergi er þess-
um frumefnum blandað eins.
En þegar skáldin eiga að segja frá hlutskifti og ör-
lögum manna, þá vandast málið. Fyrsta atriðið í því
vandamáli er það, hvort þeir eru fundvísir á efni, hvort
þeir kunna að sjá listarefnið í glundroða lífsins. Hvort
þeir kunni skil á hrynjandi atburðanna og hvort þeir
sjái gegnum holt og hæðir í heimi sálarinnar. Hve mikl-
um frumleika þeir séu gæddir, og frumleiki skáldsinsr
það er hæfileikinn til að lýsa veruleikanum á persónu-
legan hátt.
Þó að segja megi, að fært sé að taka til meðferðar
í skáldskap hvaða efni sem er, þá er það víst, að öll
efni eru ekki jafn heppileg. Draumar og óbundið hugar-
flug t. d. því að eins, að það hafi eitthvert alment gildi,
þaðan sé útsjón um þau svæði, er sameiginleg séu sem
flestum mönnum. Því persónulegra sem slíkt verk er,
því meira fjarlægist það bókmentirnar, en nálgast að
vera einungis plagg fyrir sálfræðinga. Þetta mun vera
meginástæða þess, að ævintýri þau, sem birzt hafa í
skáldritum íslendinga á síðari árum, hafa mistekist að
meira eða minna leyti. Onnur aðalástæðan er sú, að
höfundana hefur sýnilega skort vald yfir efninu, og þeir
hafa ekki megnað að skapa því búning.