Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 65
IÐUNN íslenzkar samtíöarbókmentir. 175 anum, sem samboðin væri honum. Hafði ég þar einkum sagnaskáldin í huga. Eg er enn á sömu skoðun. Og oft virðist mér skáldin ganga á snið við aðalefnin, velja heldur að skrifa undan og ofan af um þau. Sveitunum hefur verið lýst bezt (og mundi þó ekki leynast þar meira efni?) Næst kemur sjávarþorpið (meðal annars í Brennumönnum Hagalíns, sem líkist því miður of mikið »Samfundets stötter«, og hefur orðið að hálfgerðum reyfara, einkum er á leið). Þegar til sjómenskunnar kemur, fer að þynnast liðið, þar er helzt um eldri veiði- aðferðir rætt, en togaraútgerðin hefur alveg gleymst enn sem komið er. Sama máli gegnir um borgina. Verður þó ekki annað sagt, en hér sé um býsna mikilvægar hliðar þjóðlífsins að ræða, við þetta séu tengd mikil vandamál og margra manna örlög. Vmsar hræringar í þjóðlífinu, svo sem barátta gamla og nýja tímans, stétta- baráttan og verkamannahreyfingin hafa nokkuð sézt í bókmentunum (t. d. í ritum Hagalíns, séra Gunnars Benediktssonar og víðar). — Hvaða erlend efni skjóta upp höfðinu í íslenzkum ritum, hlýtur jafnan að vera allmjög tilviljun. Um útlend efni, svo sem Iýsingar Hall- dórs K. Laxness, Italíukvæði Davíðs Stefánssonar, smá- sögur Davíðs Þorvaldssonar o. fl. má segja: Komi þeir, sem koma vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu. — Nokkuð öðru máli gegnir um áhrif erlendrar menningar á íslenzka menn, það er mikilvægt efni, og hefur því ekki verið veitt athygli sem skyldi. Hversu sveitarsyninum íslenzka hættir til að sýkjast, þegar hann hefur náin kynni af anda erlendrar menn- ingar, sem farin er að gerast nokkuð mergsogin, eða er að minsta kosti á öðru aldursskeiði. Islendingurinn á auðvelt að læra flestalt það, sem með skynseminni verður lært, hann aðhyllist oft hina rökréttustu stefnu,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.