Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 69
ÍÐUNN íslenzkar samtíöarbókmentir. 179 sem gægist fram eftir stræti einhverrar stórborgarinnar, og dálítil tunga, söngfuglstunga, svo ég geti sungið um hvað ég sé«. Hér er talað um tvö atriði, sem vafalaust má telja meðal aðalatriða alls skáldskapar; gætum vér nefnt það sjón og sögn. Sjónin, það er hæfileikinn til að sjá veruleikann á persónulegan hátt, ekki að eins söguefnin, stórviðburðina, útsýnirnar yf>r víðan mann- heim, hið óendanlega stóra — heldur ekki síður hið óendanlega litla, smáatriðin, öldurnar á hinni síkviku móðu mannlífsins. Söguefnið, grind skáldverksins ein stoðar ekkert, ef skáldið sér ekki, hvernig það birtist. Ef honum tekst ekki að gera hið líflausa efni að lifandi veruleik, er alt erfiði hans unnið fyrir gíg. Lesandinn sér ekki atburðina, sem frá er sagt, og það er því engin ástæða til að hann trúi skáldinu. Hann gildir einu um skáldverkið. Ágætt dæmi um þetta virðast mér skáldsögur séra Gunnars Benediktssonar vera. Efnin sækir hann, vafa- laust, í sjálfan veruleikann, og þau eru óskemd af sliti annara skálda. Horfir því vænlega um verkin að þessu leyti. En alt um það eru þau lélegur skáldskapur. Þau eru skýrslur um atburði, fremur en skáldsögur. Lesand- inn sér ekkert sjálfur. Nú mætti afsaka þetta í sögunni »Við þjóðveginn*; hún er sögð í fyrstu persónu, og gæti það verið tilætlun höfundar, að söguhetjan væri þannig gerð (góðgjarnleg afsökun, því að miklu líklegra er að hún, sem er kona, tilgreini mörg lifandi smá- atriði í frásögn sinni). En til sagnanna »Niður hjarnið* og »Anna Sighvatsdóttir* getur þessi afsökun ekki náð, þar er engu öðru til að dreifa en skorti á list. En vér skiljum þetta alt betur, þegar vér athugum, að höfund- urinn hefur notað tækifærið til að prédika, það er ekki spánýtt, að skáldskapurinn verði magur, þegar svo ber við.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.