Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 70
180 Islenzkar samtíðarbókmentir. IÐUNN Ánægjulegt er í þessu efni að koma frá séra Gunnari til manna eins og Guðmundar Hagalíns, Laxness og Þórbergs. Allir hafa þeir góða sjón á smáatriðum veru- leikans. Sjón Þórbergs er ófreskisgáfa — það má vel vera satt, sem hann segir, að ekki sé mikill munur í vitund hans á hugmynd og ytri reynslu. »Eg get lifað upp langa röð af hugsuðum atburðum eins og bjarg- fastan veruleika. Ég sé sýnir, heyri heyrnir og þreifa á«. Einmitt þannig eru lýsingar hans: hugmyndir, sem auk- ast að veruleika í vitundinni, þangað til þær hafa vakið upp skynjanir. En um leið kemur fram eitt einkenni ímyndunarinnar, græðgin, áfergjan, sem jafnan fer vax- andi, þegar svölun hins ytra veruleika vantar. Þessi áfergja birtist í hófleysi lýsinganna, ýkjum samlíkinganna, hungrinu í sterk og ertandi lýsingarorð, ástinni á hinu fáránlega, barokstílnum. Þessi einkenni öll verða ljósari, þegar þau eru borin saman við hinar algáðu lýsingar Hagalíns. Ég er ekki viss um, að ég þekki neinn, sem »sér« betur en Halldór Kiljan Laxness. Hversdagslegur smá- atburður, sem hann sér á götunni, getur orðið honum að ævintýri. Þetta er einhver bezta gáfa hans, og kemur hún vel fram í ritum hans. I sögunni »Undir Helga- hnúk« er þetta einkenni meðal meginkosta ritsins; ef sagan hefði haft að sama skapi hreinan heildarsvip, hefði hún orðið merkilegt verk — en hún er líkt og álma mikillar byggingar: álman ein er til. — I Vefaranum virðast mér beztu kaflarnir þeir, þar sem persónurnar sjást; lesandanum er æði-minnistæð Ylfingamóðirin, og sjást þó ekki nema fáeinir drættir í andliti hennar. Eða lýsing eins 03 þetta: »Lítil stúlka sat gæsir við bláa tjörn mitt í grænu engi. Og gæsirnar sulla og ösla og gagga eða föndra við fjaðrir sínar með nefjunum. Stund-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.