Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 74
184 íslenzliar samtíðarbókmentir. IÐUNK nvyrðum, eða orðum í nýjum merkingum. Vafalaust á sumt af þessum orðum skamt líf fyrir höndum, en sum munu koma mönnum að góðu haldi, og á Laxness þakkir skildar fyrir þau. Stundum dregur það úr alþjóðarnot- um þessara nýyrða, hve einkennileg þau eru og oft klúsuð; þau eru í samræmi við stíl höfundarins, en stinga í stúf við rithátt flestra annara. I kröfunni um stílvöndun eru tvö atriði veigamestr hreinleiki og fjölbreytni. Smekkurinn fyrir hreinum stíl, föstu og samræmu málfari, sem oft fæst ekki nema við aga, hefur verið til á Islandi frá fornu fari. Slíkur er stíll fornritanna; einfeldni, hófsemi og þróttur er aðals- merki hans. Tilfinningunum er ekki gefinn laus taumur, þær eru bak við orðin eins og falin glóð. Um blæbrigði þeirra veit lesandinn harla lítið. Við þennan stíl hafa íslendingar verið aldir upp og hafa mótast af honum. Þeir hafa því oft kunnað að verjast öfgum. Menn hafa nokkuð forðast hversdagslegt og rustalegt orðbragð, þar sem það átti ekki við, síður varað sig á viðhafnarorðskrúði og óeðlilegu tali þar, sem alt átti að vera einfalt. En það er einmitt þetta, sem hætt er við að spilli stíl alþýðumanna; ef þeir rit- uðu eins og þeim væri eðlilegt og létu ekki ginnast af hispurstali hinna mannanna, mundu þeir skrifa betur. En til allrar ólukku vilja þeir vera skáldlegir, eins og hinir, og þá fer alt út um þúfur. Aðalkostur margrar ferskeytlunnar er einmitt sá, að þær eru eðlilegar og stílhreinar, lausar við skraut annara skáldskapartegunda. Onnur stílkrafan er fjölbreytni. Stíllinn á að vera breytilegur eftir efninu. Ritverkið á að vekja hjá lesand- anum sama skap og höfundurinn vill tengja við efnið. Jafnvel sama litblæinn á það að skapa í brjósti lesand- ans. Þar sem hinum klassiska, agaða stílsmáta hættir til

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.