Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 75
IÐUNN
Islenzltar samtíðarbókmentir.
185
að verða þungur og einstrengingslegur, þá er það keppi-
kefli hins breytilega stíls að spegla ólgu og hreyfingu
lífsins.
ÖIl íslenzk skáld á síðari öldum hafa gert tilraunir í
þessa átt. Og mörgum þeirra hefur tekist það sæmilega,
misvel, eftir skygni þeirra á mannssálina, eftir fimleika
þeirra til að gefa tilfinningunum mál.
Þessi tvö atriði stílsins koma fram á æði misjafnan
hátt hjá rithöfundunum; festan verður aðalatriðið hjá
hinum eldri — eins og Einari Þorkelssyni — breyti-
leikinn, tilfinningalífið hjá hinum yngri — svo sem
»impressionisminn« í stíl Axels Thorsteinssons og Davíðs
Þorvaldssonar. Hjá Hagalín koma fram báðar tegund-
irnar; klassiskan frásagnarhátt með öfugri orðaröð (in-
version) hefur hann, þegar frásögnin á að vera dvalar-
laus, og lýst er hinum ytri veruleika. En þegar með
þarf, víkur hann frá þessu og tekur upp huglægari stíl.
Agætlega fer honum notkun alþýðlegra orða og orð-
tækja; þau eru oft þrungin margskonar aukamerkingum
og mismunandi keimum, sem gefa frásögninni einkenni-
legan blæ, eins og ljós falli gegnum hverful ský. Þau
eiga mikinn þátt í því, að ósennilegar sögur geta fengið
undarlega sannfærandi veruleikasvip. Hér við bætist svo
kýmnin og gleði góðs sögumanns yfir að segja frá.
Það væri vandalaust að finna nóg dæmi þess, hvernig
ekki ætti að skrifa. Það er erfitt að rita óbundið mál
vel, og vanalega þarf mikillar vinnu við til að það takist.
Það er því engin furða, að mikið sé til illa ritað á ís-
lenzku, jafn erfið kjör sem höfundarnir eiga oft við að
búa. (Ekki svo að skilja, að ég telji það neina afsökun
á því, að menn skrifi illa, klaufaskapur heldur áfram að
vera klaufaskapur, þótt vér vitum orsakirnar). En vér
skulum yfirgefa það efni og hverfa að andstæðu þess,