Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 81
IDUNN íslenzkar samlíöarbókmentir. 191 þess sé nútíminn alt annað en hlæjandi út undir eyru; þegar þetta tvent fari nú saman, verðum vér að láta oss nægja Títuprjóna. Satt er það, góðlátlegt glens er ekki á neinn hátt einkenni nútímans. En allskostar sljór á kýmni er þó ekki sá tími, sem getur skapað jafn ánægjulegt og merki- legt rit og sögu Schwejks hermanns. Og um íslenzku þjóðina er það að segja, að úr því að hún gat skapað Björn í Mörk, Bandamanna sögu, Skíðarímu, Mann og konu, Heljarslóðarorustu, þá virðist sú skoðun engin fjarstæða, að hún sé þó ekki alveg sneydd kýmnigáfu. Satt er það, gamanið er oft grátt hjá íslendingum, níðið er algengara en glensið. En í heimi hlátranna eru margar heimsálfur, ólíkar um margt; en í þeim öllum geta þó vaxið ágætir ávextir. Létt og græskulaust gaman væri auðvitað sú tegund kýmninnar, sem sízt væri von að finna á íslandi. Þó má sjá það stundum í Manni og konu, og þegar til nú- tíðarhöfundanna kemur, er það ekki sjaldgæft hjá Haga- lín, þótt það sé þar að vísu tíðast blandað nokkru háði; en vanalega er blærinn góðlátlegur og notalegur. Kýmnin hjá Hagalín er áreiðanlega ekki lakasta hliðin á skáld- skap hans. Tvær tegundir kýmni láta Islendingum bezt, skyldar í eðli og geta runnið saman — eru þannig eins og tvö skaut á hnetti: hið tvísæja háð (ironia) og kýmni fárán- leikans. Beztu dæmi, sem ég þekki um þau úr íslenzkum bókmentum, er lýsing Njálu á Birni í Mörk og Heljar- slóðarorusta. Þessar tegundir eru hvor annari vanda- samari og krefjast bæði gáfna og fágunar. Þær eru fram- tiðarmyndir gömlu íslenzku níðgáfunnar, sem hlýtur að eiga eftir að þróast og komast á hærra stig. Hversu hið tvísæja háð getur verið fágað á Islandi nú á tímum,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.