Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 83
5Ð0NN íslenzkar samfíöarbókmenlir. 193 natúralista, ókunnuglega fyrir sjónir, ruglað það í ríminu. Mér virðist mikil ástæða til að fagna kýmninni, sem full þörf er á í bókmentum vorum, ekki síður en annars- staðar. Þeim hefur stundum hætt til að vera ekki ýkja bragðmiklar, en úr því bætir ekkert betur en attiska saltið. Það væri óskandi, að þessi þáttur skáldskaparins þróaðist áfram. »Vér Islands börn, vér erum vart of kát«. VI. Drepið hefur verið á efni þau, sem skáldin taka til meðferðar, minst hefur verið á hæfileikann til að blása lífi í efnið, gera það sýnilegt lesandanum, vikið hefur verið að málfærinu, stílnum, Það, sem nú hefur verið sagt um meðferðina á efninu, snertir þá þætti, sem sízt er unt að læra, þar sem mest veltur á gáfum, þótt þær séu ekki einhlítar, heldur þurfi æfing og fágun að koma til. Sá, sem ekki hefur átt augu skáldsins í æsku, fær þau ekki siðar, sá, sem ekki á efni í stíl, þegar hann byrjar að skrifa, verður aldrei ritsnillingur. En nú víkur sögunni til kunnáttunnar, þess, sem hægt er að læra með elju og meðalgáfum, þekkingarinnar á tegundum skáldskaparins, forminu, aðferðunum. Eg talaði um tegundir og form — engu líkara en ég gerði ráð fyrir, að þar væri um fasta og óbreytan- lega hluti að ræða. Brunetiére kvartar undan því í bók- inni um natúralistisku skáldsöguna, að skáldin rugli saman greinum skáldskaparins, lesandinn hljóti að þjást við þess háttar rugling. Eg skal játa, að mér virðist ekki ástæða til að vera úr hófi fram kveistinn. Þó að rithöfundarnir dalsi dálítið milli hinna helguðu skáldskapartegunda, þó að það, sem hann kallar smásögu, sé ekki annað en lýsing eða ljóð í óbundnu máli; þó að höfundurinn kunni

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.