Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 87
IÐUNN
íslenzliar samlíðarbókmenlir.
197
þolleysið er nú eitt af meinunum. Hvað eftir annað
kemur fram rithöfundur, sem gefur út eina bók — og
þagnar síðan. Nú skal það að vísu ekki láð; fyrst er
það enginn gróðavegur að rita fyrir jafn fámenna þjóð.
I öðru lagi mun mörgu skáldi á Islandi vera innan-
brjósts líkt og hann sé að tala við sjálfan sig, svo lítill
gaumur virðist bókum nú vera gefinn (ástæðurnar eru
skiljanlegar, en koma ekki síður hart niður á byrjend-
um) — frægðarvoninni, sem hið unga skáld ól í brjósti,
er svarað með þögn. Hinc illae lacrymae, af þessu koma
endemin, hin óhollu auglýsingaáhrif í skáldskapnum. En
— ekki fáir gefast upp, stundum (víst sjaldan!) af því
að þeir fá harða, en maklega ritdóma. Stundum er það
þjóðinni til gagns, þeir hafa meiri hæfileika til annars.
En ekki sjaldan má búast við, að skáldin hefðu getað
komist lengra, ef þau hefðu haldið áfram — og gert
sér verulega far um að öðlast þekkingu og vald á list-
arformi sínu. En reyndar er forspá oft mjög erfið út frá
fyrstu bókinni. Gieðilegt dæmi um þróun fram á leið
má finna hjá Hagalín: I fyrstu bók hans er ekki svo
lítið af kvæðum með sama volkenda bragnum og tíðk-
aðist með smærri spámönnum á þeim tíma (og síðar) —
af þeim mundi vera erfitt að ráða, hvort Hagalín hlyti
þann tvíræða frama að komast á bekk með sorgarljóða-
skáldunum eða annað ætti fyrir honum að liggja.
Annars væri víst ekki úr vegi, um leið og skilist er
við þetta efni, að koma fram með þá spurningu, hvort
ekki mundi heppilegra þeim mönnum, sem frá miklu
hafa að segja, en hafa ekki tækifæri til að kynna sér
erfið form og listaraðferðir, sem þar til heyra, að segja
frá atburðunum eins og þeir voru, án þess að færa þá
í annarlegt skrúð, t. d. lofa endurminningum að vera
endurminningum og gera ekkert annað úr þeim. Þetta
viturlega ráð hefur Theodóra Thoroddsen tekið upp í
smásögum sínum, »Eins og gengurc, og farið vel á.
Einav 01. Sveinsson.