Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 89

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 89
IÐUNN Efnisheimur. „En alla hluti skilðu þeir jarðligri skilningu, því at þeim var eigi gefin andiig spekðin; svá skilðu þeir, at allir hlutir væri smíðaðir af nnkkuru efni“. Þannig ritar Snorri Síurluson í upphafi Eddu og stillir orðunum svo í hóf, að þau halda fullu gildi enn í dag. Maðurinn er samur við sig og hugsar ávalt á þessa leið. Vér lifum í efninu og íklæðumst því, og getum því eigi neitað tilvist þess. Oss er eigi gefin sú andleg spekin að leysa oss úr viðjum þess. En efnið kanna menn fjær og nær, og leiða í ljós undur á undur ofan, svo að nú er vafi á því, hvort meira sé furðuverk, sólkerfið í himingeimnum eða efniseindin í instu fylgsnum efnisheimsins. Efniseindin. Ollum er ljóst, að sá er einn af eigin- leikum efnisins, að því má skifta geysismátt. Efni geta ilmað tímum saman, án þess að unt sé að verða þess var, að þau léttist hið allra minsta, en eigi að síður kemur ilmur af smáum ögnum, sem varpast frá efninu. Olíudropi breiðist yfir stóran vatnsflöt og litur hans sýnir samanhangandi olíulag. Vmislegt bendir þó ótvírætt á, að skiftingu efnis séu nokkur takmörk sett og komist lengst að efniseindinni. Efniseindin (the atom) sveimar í hyldýpi smæddarinnar, en sólkerfið geysist um ómælis- djúpið. Margt er líkt með þessu tvennu, en fleira ólíkt, og verður síðar vikið að því. Efniseindakenningin. Insta gerð efnisins hefir verið mönnunum ráðgáta alt frá ómunatíð. Grískir spekingar, Levkippos og Demókrítos, eru höfundar efniseindakenn- ingarinnar. Mun nú efnið skýrast bezt með því að geta nokkurra manna, sem fengist hafa við ráðgátu efnisins, alla leið frá spekingum þessum til manna, sem lifa sam- tímis oss. Ber þá að síðustu einkum að geta afreksverka Niels Bohr, sem nú er enn ungur maður, danskur að ætt, og orðinn er frægur um víða veröld fyrir rann-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.