Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 90
200 Efnisheimur. ÍÐUNN sóknir sínar á eindum efnisins og lögum þeim, sem ríkja í instu fylgsnum þess. Levkippos er fyrirrennari Demókríts og hefir ef til vill fyrstur manna komið fram með kenninguna um efnis- eindirnar, en rit hans eru löngu týnd. Demókrítos var uppi á 5. öld fyrir Krist, og eftir hann liggur meðal annars efniseindakenningin, í því gerfi, sem hún hefir borist til vor, en hún er þannig í stuttu máli: Ekkert er til nema efniseindir og rúmið autt (the vacuum) í millum þeirra. Þær hafa enga orsök og hafa altaf verið til. Þær eru ósýnilegar og óskiftilegar, en hafa rúmtak, þyngd og ýmsa lögun. — Hitt er talið vafasamt, hvort Demókrítos ætli þær misjafnlega þéttar í sér. — Efniseindirnar hreyfast. Hreyfing þessi er eilíf, eins og efniseindirnar sjálfar. — Sumir álíta, að hann hafi talið hreyfinguna koma af því, að þungar eindir féllu ofan að léttum eindum, svo að hringiða yrði til. Aðrir telja þó hæpið, að skýring sú sé komin frá honum. Enn aðrir telja, að Demókrítos hafi skýrt rás efniseind- anna þannig, að samkynja eindir leituðu saman af eðlis- nauðsyn. En hvernig sem alt þetta hefir verið, þá taldi hann, að af hreyfingu efniseindanna hefði heimurinn orðið það sem hann er, og að hún væri orsök alls, sem framtíðin ber í skauti sínu. — Sál og eldur er sama eðlis og gert af léttum, mjúk- um og hnöttóttum eindum. Útöndun og innöndun efnis- einda þessara viðheldur lífinu. Sálin deyr því um leið og líkaminn. Kenning þessi, þó viturleg sé, útrýmir allri íhlutun guðs. Demókrítos neitar því staðfast, að vitur vera hafi skapað heiminn í öndverðu. Þetta stríddi gegn alþýðutrú og skoðun margra heimspekinga. Nú, eftir meir en 2000 ár, er kenning þessi úrelt orðin, í flestum greinum, sem vænta má, en eigi að síður var hún langt á undan sínum tíma. Jörð, vatn, Ioft og eldur. Vitrir menn andæfðu kenningum Demókríts, þar á meðal Aristóteles. Löngu fyrir daga hans hafði orðið til kenningin um frumefnin fjögur: jörð, vatn, loft og eld. Aristóteles taldi hinsvegar efnið eitt, en það var í upphafi samfeldur óskapnaður

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.