Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 91
IÐUNN
Efnisheimur.
201
og gat engri lögun á sig komið, nema fyrir tilkomu æðri
máttar, og efnið var honum óþjált og erfitt. Frumefnin
voru því öll frá sömu upptökum komin, og skyldleika
þeirra mátti marka af einkennum þessum:
]örð er köld og þur, vatn er kalt og vott, loft er
vott og heitt, eldur er heitur og þur.
Hér er skyldleiki stig af stigi, og í höndum náttúrunnar
mótuðust úr þessu öll önnur efni, hverju nafni sem nefnast.
Kenning þessi settist í öndvegi, sökum álils Aristó-
telesar, en kenningin um efniseindirnar gleymdist mönn-
um í 2000 ár. Enn í dag lifa í minnum manna höfuð-
skepnurnar fjórar: jörð, vatn, Ioft og eldur, og hefir sá
þótt fávís maður, sem eigi þekti nöfn á þeim. Þvílíkt
feiknavald hefir þessi andans jöfur fornaldarinnar haft
yfir hugum manna alt fram undir vora daga.
Vizkusteinninn. Þó að kenning Aristótelesar væri
yfirleitt fjarri sanni, þá hafði hún þó fólginn í sér kynja-
mátt, sem knúði marga til þess að leita nýrra, óþektra
eiginleika meðal málma og annara efna. Þetta voru gull-
gerðarmenn miðaldanna. Oldunum saman glímdu menn
við þá þungu þraut, að smíða gull úr ódýrum efnum.
Allar þær tilraunir mistókust, eins og vænta mátti, og
um síðir komust menn á þá skoðun, að fyrst yrði að
finna frumefni allra annara frumefna eða >hyle«, sem
Aristóteles getur um, og að þá yrðu allar breytingar
málmanna auðveldar. Dularefni þetta fékk síðar nafnið
vizkusteinn og átti að vera töfragripur. Sá gat alt, sem
átti hann. Enginn fann þó vizkusteininn, en eftir var
trúin á skyldleika efnanna og margvísleg þekking á eðli
málma og efnanna yfirleitt.
Voru þá efnin, sem heimurinn er gerður af, skyld eða
óskyld? Hafa þau komið hvert fram af öðru, eða hafa
þau öll verið til frá öndverðu? Miðaldamenn vitnuðu til
orða meistarans og töldu þau skyld, en vísindi 19. aldar
skiftu mönnum í andstæða flokka. Sumir trúðu á alls-
herjarefni, en aðrir á stöðugleik frumefnanna frá alda
öðli. í aldarlokin var sú skoðun orðin almennust, að
frumefnin væru eilíf, óskiftileg og óbreytanleg. En nú
hallast ménn að þeirri skoðun, að frumefnin séu öll frá