Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Qupperneq 95

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Qupperneq 95
IÐUNN Efnisheimur. 205 vissri tölu af eindum annars efnis. Sama gildir, þó að fleiri efni sameinist. Efnasambönd eru geysi-margvísleg, en takast þó aðeins með þeim efnum, er sækja á að sameinast. Millum þess kyns efna er eitthvert seiðmagn, sem engan veg er skilið til fulls. Hrífur það eigi nema efni nálgist svo mjög, að bilið verði ómælanlega stutt í millum þeirra. Legir og loft sameinast því stórum betur en fastir hlutir. En örva má sameining efna með hitun, og stöku efni geta hrundið henni af stað með návist sinni einni saman. I efnasmiðju náttúrunnar er þrotlaus iðja. Stöðvast þar aldrei sameining efna og sundrun. Efnabreytingar eiga sér hvarvetna stað: í lofti og legi, í jörð og á og í sér- hverri lifandi veru, alt frá því hún verður til og þangað til hún er löngu dauð. Sameindir. Menn hafa fundið, að efniseindir frum- efnanna fara sjaldnast einar sér, heldur tvær saman, en mönnum er þó eigi ljóst, hvað veldur því. Einstöku efni, svo sem kvikasilfur og zink, er gert af efniseindum, sem fara einar síns liðs, en það má fágætt heita. Ef vér hefðum svo hvassa sjón, að vér gætum séð efniseind- irnar sjálfar í efnablöndu af vatnsefni og súrefni, þá mund- um vér hvarvetna sjá samstæður efniseinda — ýmist tvær vatnsefniseindir eða tvær súrefniseindir. Nú er rafmagns- neista hleypt í gegnum blöndu þessa, og verður þá snögg breyting á öllu: Efnin sameinast. Onnur eða báðar þessar lofttegundir hverfa þá, en vatn er komið í þeirra stað. Þá er sú breyting orðin á, að eindir efnanna hafa tekið sér aðra förunauta, svo að nú er sérhver eind súrefnis tengd tveim eindum vatnsefnis. Þá er orðin til eiginleg sameind. Þessi sameind — eða vatnið sjálft — hefir táknið H2O í fræðimáli — en stafirnir eru dregnir af Hydrogenium = vatnsefni og Oxigenium == súrefni, og er þá táknið skiljanlegt. Hverjum þeim, sem opnar bók í efnafræði, verður star- sýnt á þessi tákn. Annað lítur þannig út: CaCO3, en Ca = kalsíum og C = kolefni. Þetta táknar sameind urítar eða efnið krít, og hefir hver sameind þess efnis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.