Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 97

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 97
ÍÐUNN Efnisheimur. 207 að finna þessari kenningu sfað, og ávalt ber að hinu sama. Má því heifa alveg sannað, að efniseindirnar séu liL Þyngd og stærð efniseindanna hafa menn lengi þreytt við að finna. Vitanlega eru þær geysiléttar og litlar. Vatnefniseindin er talin >/3 • 10‘23 gramm eða 1/300000 000000 000000 000000 gramm að þyngd. Víð- áttu hennar er örðugra að ákveða, meðal annars af því, að samkvæmt nýjustu kenningum er útþensla sömu efnis- eindar mismunandi eftir atvikum. En venjulegt þvermál efniseindar (atomic magnitude) er talið vera 10"8 sm. eða 1/1000 000 000 mm. Þessar undurlitlu stærðir eru langt fyrir neðan alt, sem hugur vor getur gripið. Mannkynið alt yrði miijónir ára að telja efniseindir í einum vatns- dropa. Og ef vér berum saman tölur þessar, og hugs- um oss, að efniseindunum væri raðað hverri við aðra, þá sjáum vér, að úr einu grammi af vatnsefni yrði til keðja 300 000 000 km. að lengd, eða 1000 sinnum utan um jörðina um miðjarðarbaug. Mætti nú ætla, að þessar undur litlu stærðir væru harla ónákvæmar, en svo er þó eigi. Margir tugir fræðimanna í ýmsum greinum hafa reiknað þær út, og öllum borið furðuvel saman. En sam- eiginlegt er öllum þessum útreikningum, að torvelt er að gera þá ljósa fyrir þeim, sem óvanir eru táknum þeim, sem stærðfræðingar reikna með. (Framhald). Asgeir Magnússon. í næsta hefti Iðunnar birtist annar þáttur úr frum- dráttum að sögunni „Skálholt" eftir Guðmund Kamban. Segir þar frá dvöl Brynjólfs Sveinssonar í Höfn, meðal annars því, hvernig hann hafði upp á Hallgrími Péturs- sVni og frá viðskiftum þeirra.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.