Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 13

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 13
Kirkjuritið. KIRKJURITIÐ. „Kirkjuritið“, sem nú hefur c/öngu sína, tekur beint við a\f „Prestafélagsritinu“ og „Kirkjublaði“ og á að koma í þeirra stað. Var ákveðið á síðasta aðalfundi Prestafélagsins, að ritin skyldu sameinuð með þeim hætti. Ýmsar orsakir liggja til breytingarinnar. Það er kostnaðcirminna að gefa út eitt tímarit en bæði ársrit og hálfsmánaðarblað, og auðveldcira að gjöra það vel úr garði að efni og öllum frágangi heldur en tvö rit hvort í sínu lagi. Ennfremur getur tímarit, sem kemur út við og við, betur látið það fara saman, að birta ítarleg er- indi og flytja kirkjulegar fréttir, innlendar og útlendar, og greinar um þau mál, sem kirkjuna varða á líðandi stund. Markmiði „Kirkjuritsins“ er þegar lýst með nafni þess og því, ctð það er gefið út af Prestafélagi Islands, sem vill fyrst og fremst vinna að glæðingu trúarlífsins með þjóðinni og að sem mestu samstarfi milli presta innbyrðis, og presta og safnaða landsins. „Iíirkjuritið“ á að verða einn þátturinn i því starfi félagsins, alveg eins og „Prestafélagsrilið" áður. Ef til vill hefir aldrei, síðan kristni var lögtekin á íslandi, verið meiri þörf en nú á kristilegum áhrif- um á þjóðlíf vort. Bein árás er hafin gegn trú og kristindómi, gjört gys að bænarhug og tilbeiðsluþrá. Einkum er barist um æskuna, reynt að rífa burt kristnina úr brjóstum henn- ar og gróðursetja heiðni í staðinn. Barnssálunum á ekki lengur að gefa „guðlegar myndir", heldur leiða þær inn í „Surtshelli efnishyggjunnar“. Hversu óskemtilegt sem 1

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.