Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 17

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 17
Kirkjuritið. SÁLMUR. Hver græðir hin djúpu svöðusár, er svella í mæddum barmi? Hver þerrar hin stríðu tregatár, er titra á vinarhvarmi? Hver leggur oss blessað líknarár og léttir af þungum harmi? Vér skiljum svo lítið lífsins rök og lendum svo oft í myrkri. Vér fálmum sem börn. Oss fatast tök og föðurliönd sleppum styrkri. Hún leitar vor þó í þyngstri sök, er þörf er á samúð virkri. Ó, spyrjum ei lengur. Leggjum alt svo ljúflega’ í drottins hendur! Þótt oft sé hér kalt og yndið valt oss opinn Guðs faðmur stendur. Ó, flýjum í hann, ef finst oss kalt, er fennir um lífsins strendur! Guðs hönd græðir dýpstu svöðusár, er svella í mæddum barmi. Guðs liönd þerrar stríðust tregatár, sem titra á vinarhvarmi. Guðs liönd leggur hlessað liknarár og léttir af þungum harmi! Vald. V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.