Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 19

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 19
Kirkjuritið. Oxfordhreyfingin nýja. / Oxfordhreyfinguna, bannaði hann um hríð, að nafns síns væri þar við getið. Að loknu námi varð hann prest- ur í verkamannasöfnuði i Filadelfiu, en lét af því starfi eftir þrjú ár og setti á stofn hæli fyrir fátæka og um- komulausa drengi. Honum féllu ágætlega samvistir við þá og liafði á þá mikil og góð áhrif. En hann lenti fljótt í deilum við fjárhaldsmenn stofnunarinnar, af því að honum þótti þeir leggja drengjunum oflítið til. Harðn- aði mjög á milli, svo að Buchman hvarf burt úr álfunni sárgramur og hryggur 1908. Fór hann til Englands í von urn það að verða þar fyrir andlegum áhrifum, sem gætu styrkt trú hans, er honum fanst blakta á skari. Það var persónuleg reynsla, sem liann vantaði, reynsla, er veitti honum þekkingu á Ivristi. Þessar vonir lians rættust. En það urðu þó ekki prest- ar eða lærðir guðfræðingar, sem hjálpuðu honum, lield- ur ólærð alþýðukona. Hann lieyrði liana tala fáin óbreytt orð um kross Krists og kærleiksfórn við fámenna guðs- þjónustu í lítilli sveitakirkju á Kumbaralandi. Og þau orð vöktu hann af svefni. „Ég kom“, sagði hann sjálfur síð- ar, „með klofinn vilja, eigingirni, sjálfsþótta og illar hvatir — en svo sá ég sára sorgarsýn. Ég sá hinn krossfesta, og óendanlega mikill þjáningarsvipur var á andliti meistarans. Og mér varð ljóst í fyrsta sinni liyl- dýpið milli mín og hans. Við það tóku að titra strengir i hrjósti mér eins og sterkur lífsstraumur færi alt í einu um mig, og svo var sem ég risi af dvala til nýrrar und- ursamlegrar vöku. Ég fann ekki til þess lengur, að vilji minn væri tvískiftur, allar áætlanir mínar og útreikn- ingar, angur og úrræðaleysi hnigu i dá, en máttug til- finningaalda hófst úr djúpum sálarlífs míns, samfara vilja til þess að gefast algerlega Guði á vald, og liún lyfti anda mínum frá landfestum eigingirninnar upp yfir hyldýpið að krossinum“. Þessi reynsla gjörbreytti lífi Buclnnans. Hann leitaði fyrst sátta við andstæðinga sína og óvildarmenn. Hann skrifaði þeim öllum sam-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.