Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 21

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 21
KirkjuritiS. Oxfordhreyfingin nýja. 9 mans. Og áður en 3 ár voru liðin frá komu lians, sóttu 1200 stúdentar Biblíu-lestrarfundi. Buchman starfaði við háskólann til 1915. Þá fór hann á vegum stúdentatrúboðsins til Indlands og Japans. Dvaldi hann þar 1 ár. Næsta ár var hann guðfræðikenn- ari og ferðaðist svo á ný um Austurlönd 1917—1919. Hvar sem liann fór, laðaði liann menn að sér, eignaðist trúnað þeirra og vakti hjá þeim kærleika til Krists. Á næstu árunum eftir heimsstríðið varð honum það Ijóst, að hvergi í enskumælanda heimi væri kristnilíf jafn þróttlítið og í háskólum Bretlands og í Yesturheimi, en hvergi heldur jafnmiklum kröftum á að skipa til andlegrar vakningar, ef Kristur tæki þá í þjónustu sína. Hvernig yrði vakinn kristindómsáhugi hjá þessum ungu og gáfuðu mentamönnum? Til þess taldi hann vænleg- astar samkomur með lieimilisblæ, „houseparties“, þar sem kristnir menn segðu frá trúarreynslu sinni hispurs- laust og hlátt áfram. Þá myndi andi Krists fara eldi um sálir áheyrandanna. Fjrrsta heimasamkoman hafði verið haldin sumarið 1918 í Kuling í Mið-Kína. Þar liöfðu um hundrað Kín- verjar og kristnir útlendingar af ýmsum stéttum dvalið saman í hálfan mánuð, sagt liverir öðrum frá dýrustu trúarreynslu sinni og fengið mikinn styrk við það. Tveimur árum síðar kom Buclmian lil Cambridge á Englandi og liafði meðferðis hréf til sona allmargra þeirra manna, sem hann hafði kynzt í Austurlöndum. Þaðan fékk hann svo með sér 2 unga Englendinga í heimsókn til háskóla í Bandaríkjunum. Næsta sumar, 1921, var haldinn í Cambridge sameiginlegur fundur f}rrir háskólamenn hæði frá Oxford og Cambridge. Ahrif iians urðu afarmikil. Boðskapur Nýja-testament- isins varð fjölmörgum stúdentum nýr sannleiki og olli gjörbreytingu á lífi þeirra. Nokkuru síðar var skrifuð fyrsta bókin um lireyfinguna. Það gjörði Harald Begbie rithöfundur, er hann hafði sannfærzt um gildi hennar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.