Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 22
10
Ásmundur Guðmundsson:
Kirkjuritið.
við að virða fyrir sér líf vina sinna og kunningja, áður
en þeir kyntust henni og eftir það. Sú bók er nú fræg
orðin og hefir verið þýdd á ýms tungumál, m. a. Norð-
urlandamál. „Life cliangers“ heitir hún á frummálinu,
þ. e. þeir sem breyta lífi manna.
Eftir þetta fer Oxfordhreyfingin að breiðast út mjög
ört og víða, svo að engin tök eru á að lýsa þvi að ráði
í stuttu máli. Formælendur hennar og forvigismenn
verða nú margir. Buchman er að vísu áfram aðalfor-
inginn og brautryðjandinn, en hann á ágæta samherja.
Ymsir flokkar taka að ferðast um og lialda heimasam-
komur. Með þvi móti liyggjast þeir munu geta bezt
breitt út kristni, sem er lifandi og kemur fram i verki.
Þeir láta trúarkenningarnar hvila i þagnargildi og liirða
ekki um trúardeilur nje ágreiningsmál. Þeir flytja öll-
um sama einfalda boðskapinn: „Stingið hendinni í yð-
ar eiginn barm og byrjið á umhótunum þar. Látið Guð
leiða yður. Biðjið: Verði þinn vilji. Treystið Guði skil-
yrðislaust og hlýðið rödd hans i sál yðar. Gjörið aðra
hluítakandi með yður i trúarreynslu yðar. Lif, sem
hefir alt breyzt til batnaðar, er staðreynd, sem enginn
getur lirakið“. Þetta eru sannindi, er nútímakynslóðin
raunsæja lætur sig skifta. Fólkið flykkist að heima-
samkomunum. Þeim fjölgar með hverju ári, en flestar
verða þær haldnar á Englandi og i Vesturheimi. Þær
standa að jafnaði 2—10 daga og eru ýmist haldnar í
veitingahúsum, skólum, heilsuhælum eða einkahíbýl-
um. Þær eru mis-fjölmennar — oftast frá 20 til 150
manns á hverri, unz alþjóðamótin komu til sögunnar.
Þær eru sóltar af mönnum úr öllum stéttum og á öll-
um aldri, en einkum þó af ungum mönnum. Það eru
þær, sem liafa sett svip sinn á hreyfinguna, aukið henni
afl og líf og l)orið hróður hennar um hnöttinn. Buch-
man hefir verið á sífeldu ferðalagi um löndin og álf-
urnar fram og aftur og jafnan leitast við að vera þar,
sem þörfin liefir verið mest. Hann liefir stjórnað þeim