Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 23

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 23
Kirkjuritið. Oxfordhreyfingin nýja. 11 heimasamkomum, sem virðast hafa haft mest gildi. Hann hefir unnið af dæmafáu þreki i trú á það, að á þeim myndi birtast siguraflið, sem sigraði heiminn. Af ferðum hans má t. d. nefna förina, sem hann fór fyrsta eftir Cambridgefundinn. Hann valdi til farar með sér 4 trúnaðarvini sína, 2 Englendinga og 2 Vesturheims- menn, og ferðuðust þeir saman eitt ár um Evrópu, Egiptaland, Indland, Kína, Astralíu, Ameríku og svo aft- ur heim til Englands. Hvarvetna varð góður árangur af starfi þeirra, enda hafði Buchman þegar áður undirbúið jarðveginn sumstaðar, einkum á Indlandi og í Kína. Einn af þeim félögum, Samuel Shoemaker, varð síðan prestur við kirkju i New York, sem kend er við Hausa- skeljastað. Óx söfnuður hans dagvöxtum, og bárust frá honum sterk trúaráhrif víðar og víðar. Auk venjulegra guðsþjónustna í kirkjunni voru haldnar þar samkomur með þeim hætti, að menn sögðn frá trúarreynslu sinni hver af öðrum. Og á björtum sumarkvöldum eru þess- konar fundir undir beru lofti fyrir þá, sem koma ekki til kirkjunnar. Undrakraftur og blessun hefir fjdgt þessu starfi og má nú telja þarna i New York höfuðaflstöð hrej’fingarinnar i Vesturheimi. Enda er Slioemaker ekki aðeins framúrskarandi sálnahirðir og kennimaður, heldur einnig ágætur rithöfundur og hefir hann skrifað sumar af merkustu bókunum um hreyfinguna. Einna frægast liefir starf Oxfordlireyfingarinnar orð- ið í Suður-Afríku. Ungur stúdent þaðan frá Rodes há- skólahverfi hafði komið til náms i Oxford. Þar kyntist hann hreyfingunni og varð mjög lirifinn af lífinu, sem hún vakti; hann ákvað að reyna að gróðursetja hana í ættlandi sínu og fór því heim í sumarlej’finu 1927 einn síns liðs lil þess að segja vinum sínum frá henni og undirbúa fyrir hana jarðveginn. Næsta ár sigldu 6 Ox- fordstúdentar og 1 Hollendingur suður, en Howard Rose prestur frá Oxford var foringi fararinnar. Þeir héldu fyrstu heimasamkomuna skamt frá Port Elizabeth og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.