Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
WILSON CARLILE
OQ KIRKJUHERINN.
Margar góðar endurminningar eiga ritstjórar Kirkju-
ritsins frá veru sinni í Englandi á síðastliðnu sumri, en
meðal þeirra minnisstæðustu mun þeim þó lengst af
verða heimsóknin á aðalstöðvar Kirkjuhersins í London.
Því að þar áttu þeir lcost á að kynnast einum af mikil-
mennum samtiðar vorrar og merkilegri kirkjulegri
starfsemi, sem nú er orðin mjög útbreidd um alt Eng-
land og' víðar um lönd.
Wilson Carlile er nú orðinn háaldraður maður, á 88.
aldursári. En liann ber aldurinn vel og gleðin Ijómar
af andliti hans. Enginn, sem sér öldunginn, glaðan og
reifan meðal samverkamanna sinna og vina, myndi geta
sér þess til, að þarna væri einn af fremstu striðshetjum
vorra tíma, maður, sem annara vegna, þeirra, sem hág-
ast áttu og aumastir voru allra, lagði á sig næturvökur,
erfiði og þrautir, án þess að hræðast óvild, hatur eða
dauðahættu. En ekki þarf lengi að kynna sér sögu lians
eða tala við vini hans til að skilja, að liann er einn af
þeim sjaklgæfu mönnum, sem hefir eignast háleita hug-
sjón og verið henni trúr alla æfi. Um þrítugsaldur
verður hann gagntekinn af þeirri hugsjón, að vinna
fyrir ríki Krists, og eftir að hafa húið sig undir það starf,
valdi hann sér starfssvið meðal þeirra manna stórborg-
auna, sem dýpst voru fallnir i eymd og spillingu. Hann
asetti sér að ná með fagnaðarerindi Krists til þeirra,
sem kirkjan átti erfiðast með að ná til. Heill og ham-
lngju slíkra manna lielgar liann krafta sína, án þess að