Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 28
16 Sigurður P. Síverísen: Kirkjuritið. livika frá settu áformi, hversu miklir sem erfiðleikarn- ir voru. Um meira en 50 ára skeið hefir ha'nn int af henili sitt frábæra og fórnfúsa starf meðal þeirra, er verst voru settir í þjóðfélaginu. — Það var ánægjulegt að kynnast öldungnum í liópi samverkamanna og vina, lærðra manna og leikmanna, karla og kvenna. Varð maður þess fljótt var, hvílíkrar virðingar og' ástar hann naut meðal þeirra. Þeir litu upp til hans sem foringja síns og fyrirmyndar, sem á löngum æfiferli hefði reynst trúarhetja, en jafnframt hetjuhug auðsýnt kærleika, er „hreiðir yfir alt, trúir öllu, vonar alt, umher alt“. Aðalstöðvar Kirkjuhersins eru í stórhýsi skamt frá Hyde Park, þar sem flestir og fjölmennastir útifundir eru haldnir i Lo'ndon. Þaðan er liinu margþætta starfi stjórnað, livort sem um starfsemi í höfuðborginni er að ræða, eða víðsvegar annarsstaðar um landið, eða leið- heininga er leitað l'rá nálægum löndum eða fjarlægum álfum, þar sem líku fyrirkomulagi hefir verið lcomið á. Allir þræðir í starfi Kirkjuhersins koma saman í hinni stóru byggingu, sem nefnd er aðalstöðvar hersins. Fari menn um það hús, hátt og' lágt, fær maður dálitla hugmynd um, live starf Kirkjuhersins er víðtækt og marg- þætt. Þar er skóli, sem uppelur leikmenn til starfsins, bæði þá, er aðallega er ætlað að gefa sig að boðum fagnaðarerindisins, og einnig hina, sem ætla að helga líf sitt einhverri af hinum mörgu greinum hjálparstarf- seminnar. Þar eru samkomusalir til guðsþjónusluhalds, til nefndarfunda fyrir starfsmenn hersins, borðstofa til daglegs borðhalds fyrir fasta starfsmenn og gesti, er vilja kynnast starfseminni. Þar er stór deild fyrir út- gáfustarfsemi hersins og þaðan stjórnað hlaðasölu og bóka. Þá er mesti ljöldi af skrifstofum fyrir hinar ýmsu deildir, og þaðan stjórnað trúhoðsstarfi og hinu marg- þætta hjálparstarfi, meðal heimilislausra manna og annara fátæklinga, meðal sjúkra manna og örkuml- aðra, meðal siðleysingja og glæpamanna. Reynt er að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.