Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 32
20
Benjamín Kristjánsson:
Kirk.juritið.
ir segja, að sólargeislarnir séu ekki aðeins þeir lífgeislar,
sem hlaða skaut jarðarinnar orku og gefa skilyrðin til
þess, að ólífræn efni breytist í lífræn, í þeim er einnig
fólginn margvíslegur kyngikraftur, sem orkar beint á
alla lifendur og gefur þeim lieilindi og fjör, líkamlega
og andlega velsæld. Án sólarinnar mundum vér bel-
frjósa og verða að nátttröllum á stuttri stundu. Þess-
vegna er mikil spekt og mannvit fólgið í þeim orðum,
að sólarsýn sé bezt með ýta sonum.
En eins og birtan og ylurinn eru ágæt í eiginlegum
skilningi, þannig er og í andlegum skilningi eldur til-
finninganna og sólarsýn vitsmunanna bezt allra gæða. Að
vísu verður að fara samferða dugur til athafna, en ég
hygg, að svo muni ávalt verða, því að það er mála sann-
ast, sem mikill rithöfundur hefir einu sinni sagt, að
letin stafi fyrst og' fremst af skorti á gáfnafari; ef vér
skildum hina brýnu, aðkallandi nauðsyn starfsins, og
þá dásamlegu ávexti, sem starfið gefur, þá mundum
vér aldrei láta nokkra stund ónotaða — heldur nota
hana með sama fögnuði og áfergju, eins og maður, sem
gefinn er stundarfriður til að bjarga lífi sínu. Vér töl-
um að vísu um, að eilifðin sé löng og að nógur sé þess-
vegna tíminn til smávika, en þetta kemur aðeins af þvi,
að vér skiljum hvorugt þessara hugtaka og vitum ekk-
erl, livað vér edgum við með þeim. Skáldið, sem sagði,
að fyrir Guði væri einn dagur sem þúsund ár og þús-
und ár sem einn dagur, skildi rök eilífðarinnar miklu
betur. Og eins er um Longfellow, er hann kemst þann-
ig að orði:
„Hvað er tíminn? Ekki skugginn i sólskífunni eða
slög klukkunnar eða sandrenslið í tímaglasinu. Ekki
lieldur dagur eða nótt, sumar eða vetur, mánuðir, ár
eða aldir. Þetta eru aðeins hin ytri tákn lians eða mæli-
kvarði. Tíminn — það er líf sálarinnar!“
Með þessum orðum er að mínu áliti lagst dýpst í að
útskýra, hvað tíminn er eða hlýtur að vera frá voru sjón-