Kirkjuritið - 01.01.1935, Síða 42
30
Magnús Jónsson:
Kirkjuritið.
af súlum og bogum. Eins og augað eygir í hálfrökkrinu
þenjasf bogagöngin í allar áttir. Sjálfar súlurnar eru
litlar, og þó að þær skifti hundruðum, eru varla tvær
súlur eins. Þær eru úr ýmsum efnum og ýmislegar að
lit og lögun. En allra furðulegastir eru bogarnir í loft-
inu, úr hvítum og rauðum steinum á víxl. Sumstaðar
flæðir birtan inn, en á öðrum stöðum er rökkur, og all
þetta glitrar svo einkennilega fyrir augum manns, að
einsdæmi mun vera. Er nú stöðugt unnið að þvi að énd-
urreisa þetta forna furðuverk, en líklega fæst það aldrei
aftur í sína upprunalegu mynd. Meðal annars er mar-
maragólfið, sem nú er, fullu feti bærra en forna gólfið
var. Hefir verið grafið niður að því á köflum, en ekki
mun það vera tilgangurinn að grafa nýja gólfið burt
að svo komnu.
Um hádegisbilið fórum við af stað til Sevilla. Þar er
stutt á milli, 3—4 tímar á lélegri eimlest. Logandi sól
og skrælnuð jörð, beinharðir og mergþornaðir karlar á
stöðvunum. Það er hreinasta furða, að gróður skuli
endast hér yfir sumarmánuðina. 1 3—4 mánuði kemur
aldrei dropi úr lofti, ekki skýflóki á himininn heldur
sól — sól — sól. En olívutrén una vel hitanum og sækja
ralcann djúpt úr jörð. Alt landið er freknótt af olívu-
trjám, og maturinn smitar af olívuolíu. Á einstaka stað
sjást vínekrur eða maís, og ef til vill eitthvað fleira.
Iíaktusar, mannhæðarliáir, tindóttir, brotnir og óbermi-
legir> girða víða járnbrautarsvæðið. En í fjarska fer að
sjást til borgarinnar, og nú bregður fyrir turninum
mikla, Giralda. Hann er auðþektur jafnvel þeim, sem
sér hann í fyrsta sinn, eftir myndum og lýsingum. Hann
sést fyrstur af borginni, og liann hverfur síðast.
Dómkirkjan í Sevilla!
Það er elcki ytra úllitið, sem gerir dómkirkjuna i
Sevilla að einu af frægustu húsum í veröldinni, enda