Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 45

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 45
Kirkjuritið. Kirkjuklukkurnar í Sevilla. 33 Útsýn yfir dómkirkjuna í Scvilla. ara verk að kynnast því öllu vel og vandlega. En á liinn bóginn verður hann til ])ess, að útsýni tapast um sjáli't »miðskip“ kirkjunnar. Hér um hil fyrir suðurhlið kirkjunnar, við annan enda „þverskipsins“ er minnismerki Kristófers Kól.um- busar. Hingað, í landsins mestu kirkju, voru líkamsleif- ai hans fluttar frá Havanna, ário 1898. A fótstalli mikl- 11111 og háum er táknleg mynd. Fjórir menn, sem eiga að tákna hin fjögur spönsku konungsríki, ganga þar og bera kistu Kólumbusar. En alt í kring er letur, og þar Segir svo: Þegar eyjan Iíúba losnaði frá móðurlandinu, Spáni, tók Sevilla í faðm sinn leifar Kólumbusar, og baejarráðið lét gera þetta minnismerki, árið 1898. En nú heyrast alt í einu drunur, eins og fjallið ætii aÓ fara að gjósa. Það er byrjað að leika á orgelið. Omögulegt er að hugsa sér nokkra hljóma fegurri eða voldugri, en orgeliiljóma i stórri dómkirkju. Hversu sterkir sem lónarnir eru, þá taka hvelfingarnar þá, margfalda þá og mikla og fága þá jafnframt og mýkja. 3

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.