Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 49

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 49
Kirkjuritið. Sálmaskáldið Thomas Kingo. 37 inum út yfir djúpið mikla, eins og þær hendi hljómun- um út í kvöldloftið. Þeir leggjast æ fastara á strengina, sveiflast æ hærra frá gólfi, klifra enn hærra, sveifla strengjunum enn taumlausara, en hraðinn á klukkunum eykst. En svo er hætt. Klukkurnar sveiflast lausar og hægja a sér. Þá gengur einn að, þar sem Sanla Maria bíður kyr, og rekur ógurlegt högg í klukkuna. En hún svarar 'Ueð þrumuraust, sem yfirgnæfir allan hinn kliðinn, eða svelgir hann í sig. Og i faðmi þessarar dimmu og mjúku raddar, svífur síðasti hljómur klukknanna í Sevilla út í geiminn. í vestri hverfur síðasta rönd sólarinnar undir hæðirn- ar í fjarska. Magnús Jónsson. Sálmaskáldið Thomas Kingo. I homas Ivingo hefir verið talinn mesta sálmaskáld, sein Danir hafa átt. Hann fæddist 15. des. 1634, varð 167!) biskup i Odense, en andaðist 14. okt. 1703. Það v°ru því 15. des. 1934 liðin 300 ár frá fæðingu hans. Hefir þessa verið minst í Danmörku með margvíslegu •uóti og mikið verið um hann ritað. í sálmabók vorri eru 25 af sálmum Kingós, flestir Þýddir af Helga lector Hálfdánarsyni. Meðal þeirra má ■leína jólasálminn: „Upp, gleðjist allir, gleðjist þér“ (Sb. og sálminn: „Far, veröld, þinn veg“ (Sb. 328).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.