Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 51

Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 51
Kirkjuritið. Tryggingar. 39 Þær greinar persónutryggingar, sem þýðingarmestar væru, yrðu vafalaust sjúkdóms- og ellitryggingar. Hvað sjúkratrygg'ingar snertir, býst ég við, að ekki yrði hjá því komist, a. m. k. fyrst um sinn, að hafa þær gegn ár- legu iðgjaldi. Það yrði oflangt mál að rekja það hér, hvernig þessu yrði fyrir komið, þvi að það eitt væri efni í langa ritgerð. Það eitt vil ég taka fram i þessu sam- handi, að af lögskipaðri sjúkratryggingu má ekki heimta hætur fyrir önnur sjúkdómsáföll en þau, sem efnalega skoðuð væri veruleg og yrði það mark að ákveðast af löggjöfinni. Smærri sjúkdómsáföll yrðu inenn annaðhvort að kosta sjálfir, eða þá sjúkrasamlag fyrir þeirra hönd, en sjúkrasamlög }rrðu sízt óþörf fyrir því, þó almenn sjúkratrygging kæmist á, en gætu vænl- aidega lækkað iðgjöld sín, þegar þau losnuðu við veiga- inestu áhætturnar. Þar sem ég fæ ekki betur séð, en að sjúkratryggingar yrðu að greiðast með árlegu iðgjaldi, þá lield ég því hinsvegai fram og legg mikla álierzlu á, að aðrir trygg- higarliðir yrðu greiddir með æfigjaldi á því ári, þegar gjaldandinn fyllir tvítugsaldur. Ber margt til þess. Fyrst °g fremst virðist það vera rétt, að maður, sem gengur út í lífið sem sjálfstæður og atkvæðisbær borgari, hafi sett þá tryggingu, sem unt er að setja, fyrir því að vera sjálfbjarga maður, áður en hann fær þessi réttindi; i öðru lag'i finst mér það ekkert efamál, að ungur mað- ar, sem neyðist til að halda saman fyrstu peningunum, sem hann vinnur sjer inn, fái með því hvöt til þess, að halda þessu áfram siðar um æfina, og er margt ólík- legra en það, að einmitt þessi gjaldskylda yrði dýr- inætur sparnaðarskóli fyrir margan mann. Enn er þess að gæta, að ungir menn, bæði karlar og konur, sem þó hafa fengið starfsþroska, eru miklu fremur aflögufærir tvítugir, heldur en þeir verða siðar um æfina, þegar þeir verða að bera bvrðar lífsins i alt öðrum og víðtæk- ari skilningi, en þeir gerðu tvítugir. En langveigamesta

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.