Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 58

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 58
Kirk.juritið, UM KIRKJULEGA STARFSEMI Á LIÐNU ÁRI. 1. Embæltisstörf presta: Messur á árinu voru um 4 þús., eða að meðaltali tæpar 40 messur á livern prest. Fermcl hafa verið 1800—1900 ungmenni, slcírð meira en hálft þriðja þúsund börn, gift um (500 hjón jarð- sungnir um 1200 manns. Hér við bætasl húsvitjanir presta og barnafræðsla, manntal utan Reykjavíkur, og margvíslegar skýrslugjörðir. Auk þess fást margir prest- ar við kenslu lieima eða í skólum, prófdómarastörf og eiga sæti i skólanefndum og barnaverndarnefndum. 2. Kirkjalegir fundir: Auk lögboðinna safnaðarfunda, héraðsfunda og prestastefnu, hefir meir verið um kirkju- leg fundarhöld á þessu ári, en nokkurt ár að undan- förnu. Prestafélag íslands hefir gengist fyrir þessum fundarliöldum: Aðalfiindi félagsins, er haldinn var á Þingvöllum í byrjun júlímánaðar og stóð á þriðja dag; kirkjufundi presta og leikmanna, er haldinn var á Þingvöllum og' í Reykjavík dagana 3. og 4. júlí; full- trúafundi presta og kennara (5. júlí; fundum í deildum félagsins: Að Mælifelli 11. ágúst, á Norðfirði 26.—28. ágúst, að Núpi í Dýrafirði 1.—3. sept. og að Ilvanneyri 2.—4. sept.; einnig var prestskvennafundur haldinn á Þingvöllum samtímis aðalfundi Prestafélagsins. í sam- bandi við deildarfundina voru haldnar guðsþjónustur og erindi flutt fyrir almerining með umræðum á eftir. Presta og sáknarnefndafundurinn, sem árlega hefir verið haldirin i Reykjavík undanfarið, var að þessu sinni um mánaðarmótin okt.-nóv. Hann var fjölsóttur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.