Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 60
48
Um kirkjulega starfsemi á liðnu ári.Kirkjuritið.
síðastl. sumar var haldinn, og vinnur áfram að þvi, að
almennir kirkjufundir komist á.
Jóhannes Sigurðsson, sjómannaprédikari á Akureyri,
hefir á liðnu ári bæði starfað þar, i Glerárþorpi og á
Siglufirði.
Pétur Sigurðsson, kennimaður i Reyjavík, hefir ferð-
ast um landið, flutt fjölda erinda um kristindómsmál
og stofnað félög til eflingar kristilegri menningu (Vor-
aldarfélög).
Steingrímur BnediktssoU, kennari í Vestmannaeyjum,
hefir starfað þar að kristindómsmálum, eiukum fyrir
sjómenn. t
Valdimar Snævarr, skólastjóri i Neskaupstað á Norð-
firði, liefir flutt þar flokk af kirkjusöguerindum.
(). Hallgrímsnefndir hafa starfað um land alt á liðnu
ári og orðið mikið ágengt í söfnun fjár til Hallgríms-
kirkju i Saurbæ. Aðalforustu hefir haft Ólafur Björns-
son, kirkjuráðsmaður á Akranesi. Sumar nefndirnar
liafa eiiinig unnið að öðrum kirkjulegum málum í söfn-
uðunum, og gjöra inargir sér góðar vonir um þrótt-
mikla starfsemi nefnda þessara í framtíðinni.
7. Kirlcjur hafa verið reislar á þessum stöðum: Dag-
veiðarnesi í Dalasýslu, Kolbeinsstöðum í Hnappadals-
sýslu, Vík í Mýrdal, Krossi í Landeyjum og Garpsdal í
Barðastrandarprófastsdæmi. Þrjár hinar fyrstnefndu
voru vígðar á árinu, en hinar tvær híða vígslu til næsta
vors. Þá hefir verið unnið að liinni nýju steinkirkju á
Tjörn á Vatnsnesi, og verður smíði hennar væntanlega
lokið á þessu ári. Loks hefir Brettingsstaðakirkja á
Flateyrardal, er fauk í ofsaveðrinu á næstliðnum vetri,
verið endurreist. Ilafa söfnuðirnir sýnt mikinn áhuga
í því að lcoma upp kirkjum þessum og gjöra þær sem
veglegastar. Margar kirkjur liafa verið prýddar á árinu
og ýmsar eignasl góða gripi. Meðal annars hefir Dóm-
kirkjan eignast nýtt pípuorgel, dýrt og vandað, en dóm-
kirkjuorgelið, sem áður var, hefir verið flutt til ísa-