Kirkjuritið - 01.01.1935, Qupperneq 62
50
Kirkjan og útvarpi'ð.
Kirkjiiritið.
um ljósara en kirkjunnar mönnitm sjálfum, en til þess
að ná meiri tökum á þjóðlífinu þarfnást hún skilnings
þeirra og samúðar, sem hún vill helga störf sin.
KIRKJAN OG ÚTVARPIÐ.
Á síðastliðnu ári var útvarpað 81 sinni guðsþjónust-
um. Þar af 10 sinnum á virkum dögum — föstuguðs-
þjónustum og' við setning Alþingis og kirkjulegra funda.
Þrem barnaguðsþjónustum var útvarpað. Auk prest-
anna þriggja i Reykjavík, sem oftast hafa láti'ð til sin
heyra, liafa 11 aðrir kennimenn prédikað við útvarps-
guðsþjónustur, sumir oftar en einu sinni; af þeim var
einn frá Vesturheimi, séra Sigurður Ólafsson, og einn
frá Danmörku, dr. Arne Möller, er flutti messu á
dönsku. Öllum þessum guðsþjónustum var útvarpað
frá Reykjavík, nema 5, sem útvarpað var frá kirkjun-
um í Hafnarfir'ði.
Sumir iialda því fram, að útvarpsguðsþjónustur dragi
úr kirkjusókn. Sjálfsagt er það satt, að minsta kosti í
bili. En þó að sárt sé að sjá kirkjusókn minni en áður,
má ekki gleyrna því, hve margir njóta þess, sem sungið
er og sagt lil uppbyggingar í kirkjunum, sem að öðrum
kosti liefðu farið þess algjörlega á mis. Ofl hugsa ég í
kirkjunni til sjúklinganna í sjúkraliúsunum, sem hafa
heyrnartól við rúmin sín, sjúklinga og gamalmenna i
lieimahúsum, sem gleðjast af því að geta tekið þátl í
guðræknisiðkunum safnaðarins, og sveitabýlanna af-
skektu, sem áður áttu þess sjaldan kost, að njóta messu,
og þeirra, sem eru á skipununi úti á sjó. Nú heyra á-
reiðanlega miklu fleiri en áður hér á landi hoðskap
fagnaðarerindisins — og það er fagnaðarefni.
En alt um það ætlu þeir, sem kirkju geta sótt, að hafa