Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 63
KirkjuritiS. HeimsfriÖurinn og trúarbrögðin.
51
það hugfast, að vel sóttar kirkjur glæða safnaðarvitund-
ina, og þess er ekki sízt þörf nú á dögum, þegar svo
mörg þýðingarmikil verkefni ligg'ja fyrir kirkjunni og
svo mörg öfl eru að slarfi, sem eru í andstöðu við krist-
indóminn. Sízt mega nú þeir, sem unna málefni Jesú
Krists, liggja á liði sínu.
Auk guðsþjónustnanna hefir verið útvarpað allmörg-
um erindum kristilegs og kirkjulegs efnis, nreðal annars
í sambandi við kirkjulega fundi. Ljúft ætti öllum starfs-
niönnum kirkjunnar að vera að stuðla að þvi, að út-.
varpið flytji sem mest af kristilegum fróðleik og því
öðru, sem verða mætti til þess að efla og glæða kristiu-
dóm hér á landi.
Friðrik Hallgrímsson.
heimsfriðurinn og trúarrögðin.
Dr. Shailer Mathews, l'orseli guðfræSideihlar Chieagoháskóla
°g forseti „The Wórld Conference for International Peace
thróugh Religion“ — sem er alþjóSahreyfing trúarbragðanna til
áð vínna á móti ófriði — ferðaðist í haust sem leið til Austurálfu
°g alveg umhverfis hnöttinn. í Japan var honum haldið sam-
S8eti undir forsæti Sakatani baróns, og voru viðstaddir um átta-
tíu menn af ýmsum trúarflokkum þar í landi, bæði Shintotrúár,
Buddhatrúar, Konfúsiusjátendur og kristnir menn. En fulltrúár
allra jaessara trúarflokka voru ásáttir um friðarmálin. Dr. Mát-
hews ferðaðisl einnig víða um Indland, flutti fyrirlestra og tal-
aði við nefndir jjessarar hreyfingar á ýmsum stöðuni. I aldi
dr. Mathews, er hann kom til New-York og mætti á þingi frið-
arvina þar, að starf þessara friðarnefnda um heim allan hefði
stórkostlega þýðingu, og ef trúarbrögðin megnuðu ekki að fá
menn til að slíðra sverð sin, megnaði það enginn máttur. Sem
stendur er það aðalviðfangsefni friðarvinanna að viniia að því,
óð ieita samvinnu sem allra flestra trúarbragða, til þess að þau
geti unnið saman á móti ófriði.
B. K.
4*