Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 71
Kirkjuritið. Mál á Alþingi er kirkjuna varða.
59
stjórn safnaðanna og heimila söfnuði að kalla sér prest, eins
og lagt var til hjá oss í frumvarpi Kirkjumálanefndar 1930.
S. P. S.
MÁL Á ALÞINGI ER KIRKJUNA VARÐA.
þíkisstjórninni er heijnilt að kaupa jörðina Syðra Laugaland
1 Ongulsstaðahreppi i Eyjafirði fyrir 32000 kr. og færa þangað
Prestssetur í Grundarþingaprestakalli. Ennfremur að selja nuver-
un<ii prestssetursjörð, Saurbæ í Eyjafirði.
Samþykt 30. október 1934.
I lögum um aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna,
or samþykt voru 22. des. 1934, er jjetta ákvæði, er varðar presta
sérstaklega:
kf embættismaður, sem hlotið hefir embætti sitt með al-
mennri kosningu, fer frá samkvæmt ákvæðum þessara laga, skal
honum heimilt að sækja um embætti að nýju. Hljóti hann kosn-
lnSU, skal hann fá veitingu fyrir embættinu um 5 ár.
Lög um útvarpsrekstur, samþykt 28. nóv. 1934, mæla svo fyrir
ln’ U-: „Útvarpsráð skipa sjö menn. Skulu þrír þeirra og þrír
Lf vara kosnir hlutfallskosningu á Alþingi til fjögurra ára í
senn, og þrír og þrír til vara, sömuleiðis kosnir hlulfallskosn-
InSu meðal þeirra, sem útvarpsnotendur teljast og greitt hafa
lögmælt gjöld“.
Með lögum þessum er þannig réttur kirkjunnar til ])ess að
Velja einn mann í útvarpsráð afnuminn.
A fjárlögum hefir styrkurinn til húsabóta á prestssetrum ver-
lð lækkaður niður í 12000 kr.
Dýrtíðarupphót presta verður hin sama sem 1934.
Þessar tillögur voru feldar:
Tillaga um 6000 kr. styrk til utanfara pfesta skv. 1. nr. 18,
júlí 1931.
T illaga um 2000 kr. (til vara 1500 kr.) fjárveitingu til þess
a® iétta ferðakostnað þeirra leikmanna, sem lengst eiga að sækja
Lirkjufund, er halda á í Reykjavík eða á Þingvöllum sumarið
1935.