Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 75
Kirkjuritið.
Erlendar fréttir.
(53
3. Friðarmálin.
Um þau segir í samþyktum kirkjuþingsins meðal annars:
nKirkjuþingið harmar þá ógæfu, að ekki skuli enn hafa tek-
*st að minka vigbúnaSinn, og aS þjóSirnar skuli enn halda á-
fram aS hervæSast hver gegn annari".
Og ennfremur: „Kirkjuþingið skorar á þjóðfulltrúana á frið-
arráðstefnunni og á allar kristnar þjóSir að viSurkenna, að á
öllum þeim, sem játast undir merki Krists, hvílir nú hin alvar-
Kgasta ábyrgð i þessum efnum, og skylda til þess, að vinna
að því af öllum mætti, að leiSa þjóðirnar á friðarveg".
óms fleiri mál voru rædd og afgreidd, þo eigi verði hér talin.
Kæsta kirkjuþing verður háð árið 1937, sennilega í einhverju
Mið-Evrópulandanna.
Sveinn Víkingur.
Hvaðanæfa.
Finski biskupinn Jaako Gummerus dó i sumar. Hann var einn
þeirra, er lét einingarhreyfinguna mikið til sín taka, og yfir-
leiti í fremri biskupa röð.
Thorsten Bohlin prófessor í Uppsala (fyr i Finnlandi) er
orðinn biskup i Hárnösand í Sviþjóð. Bohlin er ýmsum kunnui
hér á landi, bæði frá kristilegum stúdentafundum og af ritum
*1£ins, hinn ágætasti maður.
Sænska kirkjan hefir eignast nýja sálmabók með 700 sálmum,
°g úefir J. A. Eklund biskup í Karlstad staðið fyrir útgáfunni.
Prófessor Otto Baumgarten í Kiel andaðist í vor, 76 ára gamall.
Frá 1894 til 1926 var hann kennari i kennimannlegri guðfræSi
' Kiel. Ýmsum hérlendis er hann m. a. kunnur af skýringum
S1num á Jóhannesarbréfunum i „Die Schriften des Neuen-Testa-
nients“. Hann var einlægur formælandi samvizkufrelsis og kenn-
ingarfrelsis, og hvatti til að gefa fullan gaum að niðurstöðum
þiblíurannsóknanna. Sagt er að hann hafi hjálpað mörgum ung-
11 m mönnum á mentabraut þeirra, enda verið vel fjáður m'aSur.
í Bússlandi er talið, að fram að þessu, siðan byltingin varð,
hafi þó tæpur helmingur barna verið skírður, og nálega helm-
ingur þeirra, er dáið hafa, verið grafnir í vígðri mold og samkv.
Kirkjusiðum. (Eftir „Die Christliche Welt“, 9. tölubl. 1934).
í Shanghai í Kina hefir verið reist útvarpsstöð, sem kristnir
menn standa að. Starfar hún 8 stundir á dag og á að geta heyrst
iil hennar um alt ríkið.